Click & collect
Frí frakt yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar
Click & collect
Frí frakt yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar

Litað spartl

Litaða spartlið hefur fallega áferð og getur gefið sköpunargáfunni þinn útrás. Efnið er valkostur í stað veggjamálningar eða veggfóðurs. Með litaða spartlinu getur þú gefið veggjunum þínum glæsilega "rustic" áferð og um leið skapað þægilega stemmingu og karakter í rýminu. Litaða spartlið er auðvelt í vinnslu, og það besta er að engir tveir veggir eru eins.
5 vörur
DETALE KC14 – Litað spartlefni með yfirborðsáferð
Frá 31.990 kr.
Er litanlegt
Spartlmálning – DETALE KABRIC
Frá 13.990 kr.
Er litanlegt
DETALE Yfirhúð
Frá 11.990 kr.
Undirbúningur – DETALE KABRIC Floor
Frá 22.990 kr.
Sýni 5 vörur af 5

Dekraðu við veggina með DETALE-vörunum - KC14 eða KABRIC


Við hjá Flügger erum stolt af því að bjóða til sölu hágæða vörurnar frá DETALE. Tvær vinsælustu vörurnar eru lituðu spörtlin, KC14 og KABRIC. Efnin eru hönnuð með með það að markmiði að áferðin endurspegli minimalískan fókus í bland við New Yorker-útlit með norrænum áhrifum. Niðurstaðan eru nútímalegir og glæsilegir veggir.
KC14 var fyrsta skandinavíska, litaða spartlið sem kom á markað. KC14 skilar veggjum með hráu og lifandi yfirbragði, og gefur þínu heimili þannig alveg einstakt útlit. KC14 er auðvelt í vinnslu og jafnvel þó þú gerir mistök, þá skiptir það ekki máli, þar sem "mistökin" eiga að fá að njóta sín og eru hluti af því að skapa þitt persónulega yfirbragð.
KABRIC hentar til notkunar á bæði veggi og húsgögn og getur því verið skemmtilegur valkostur til að skapa flæði milli veggja og innanstokksmuna. Þannig má bæði skapa andstæður með því að velja sitthvorn litinn eða tengja húsgögnin við veggina með því að nota sama litinn. Kabric er frumleg og skemmtileg leið til að skapa heimilinu sérstöðu og gera eitthvað öðruvísi. Möguleikarnir eru óendanlegir.

Veldu DETALE-vöru í fallegum lit


Mesta snilldin við Detale vörurnar eru litirnir. DETALE er með sitt eigið litakort sem sérhannað var með efnin í huga. Þú getur valið milli 30 einstakra lita sem sem blandaðir eru á meðan þú bíður í næstu Flügger verslun. Litirnir eru mattir og djúpir og ástin og alúðin sem farið hefur í að þróa hvern einasta lit er áþreifanleg. Kabric og KC-14 eru með sitthvort litaúrvalið, en allir eiga litirnir það sameiginlegt að gefa þér einhverja sérstaka upplifun sem hvorki fæst með málningu né veggfóðri. Litaúrvalið er mjög fjölbreytt og allir ættu því að geta fundið þann tón sem sem hentar. Prófaðu til dæmis hinn hlýja og aðlaðandi Burgundy 37650, hinn djúpa og þokkafulla Ocean 37649 eða hinn ferska og létta Vintage Surf 37651 - þú munt ekki sjá eftir því!

Svona notar þú DETALE-vörurnar - KC14 og KABRIC


Hér að neðan eru leiðbeiningar um notkun KC14 og KABRIC. Mundu að lokaútkoman er yfirleitt betri ef þú gefur þér tíma í undirbúning og þrif.

Svona notar þú KC14


  • Afmarkaðu það svæði sem á að spartla með málningarlímbandi.
  • Berðu fyrri umferð á allan vegginn í jöfnu 2-3 mm þykku lagi.
  • Fjarlægðu málningarlímbandið áður en spartlið þornar að fullu.
  • Gefðu veggnum 16 klukkustundir til að þorna.
  • Slípaðu létt yfir misfellur áður en þú berð seinni umferð á.
  • Dustaðu slípiryk af veggnum með mjúkum kúst.
  • Afmarkaðu flötinn með málningarlímbandi.
  • Spartlaðu seinni umferð á vegginn. Gættu þess að seinni umferðin sé ekki of þunn þar sem það eykur hættu á að þú slípir í gegn og fáir sýnilega skugga í flötinn.
  • Fjarlægðu málningalímbandið áður en spartlið þornar að fullu.
  • Gefðu veggnum aftur 16 klukkustundir til að þorna.
  • Verjið húsgögn, gólf o.þ.h. fyrir slípun.
  • Að því loknu má byrja að slípa - Mundu að nota rykgrímu.
  • Handslípaðu flötinn varlega í hringi með sandpappír þar til þú ert kominn með sléttan og jafnan flöt.
  • Fjarlægðu slípiryk aftur með mjúkum kústi.
  • Ekki fjarlægja hlífðarplast og/eða vörslupappír strax. Í næsta skrefi berðu Topcoat á vegginn sem getur verið erfitt að þrífa af gólfum og húsgögnum.
  • Afmarkið flötinn aftur með málningarlímbandi.
  • Dúmpið Topcoat-inu á flötinn með örtrefjatusku. Endurtakið það svo 1- 2 klukkustundum síðar.
  • Vinnið með allan flötinn í einu.
  • Varist að skilja eftir sýnilega dropa, leka eða bletti á fletinum.
  • Gefið Topcoat-inu 2-3 klukkustundir til að þorna.
  • Að því loknu er gott að fínslípa yfir flötinn með sandpappír til að fá alveg sléttan flöt.
  • Fjarlægðu síðan slípiryk með rökum klút.

Allt sem þú þarft


  • 2 spartlspaðar í stærðinni 15 cm- 35 cm
  • Sandpappír í grófleika 180-220
  • Málningarlímband, vörslupappír og/eða hlífðarplast, eftir aðstæðum.
  • Mjúkur rykkústur
  • Örtrefjatuskur fyrir Topcoat (einnig er hægt að nota lágþrýstikút)
  • Hanskar og rykgríma fyrir slípunina

Svona notar þú KABRIC


  • Afmarkaðu flötinn sem á að spartla með málningarlímbandi.
  • Berðu KABRIC á með spartlrúllu eða grófri málningarrúllu.
  • Dragið úr og dreifið efninu jafn óðum yfir allan flötinn með spartlspaða.
  • Endurtakið þetta verklag þar til allur flöturinn hefur verið þakinn jöfnu lagi af efni.
  • Gætið þess að vinna "blautt í blautt" og hafið alltaf nóg af KABRIC á spaðanum/penslinum.
  • Gefið veggnum 3-4 klukkustundir til að þorna milli umferða.
  • Áður en hafist er handa við næstu umferð er gott að slípa yfir ójöfnur og spaðaför til að fá sléttan flöt.
  • Berið seinni umferð á með sama hætti og áður.
  • Almenna reglan er að reyna að forðast að skilja eftir mikil spaðaför og ójöfnur í spartlvinnunni.
  • Fjarlægðu málningarlímbandið áður en KABRIC þornar.
  • Leyfið veggnum að þorna í einn dag áður en hann er tekinn í notkun eða berið á hann Topcoat.

Allt sem þú þarft í KABRIC verkefnið


  • Tveir spartlspaðar í stærðinni 15 cm - 35 cm eða breiður kústpensill - ca. 10 cm
  • Spartlrúlla eða gróf málningarrúlla til að bera KABRIC upp á vegginn
  • Málningarfata eða bakki
  • Vörslupappír
  • Málningarlímband
  • Sandpappír (grófleiki 180-220)