Click & collect
Frí frakt yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar
Click & collect
Frí frakt yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar

KC14

KC14, litaða spartlið fyrir veggi er ein elsta og vinsælasta varan frá DETALE. KC14, sem var fyrsta skandinavíska litaspartlið átti þannig stóran þátt í að opna nýjar víddir varðandi notkun á litaspörtlum sem lokaumferð á veggjum á heimilum, verslunum, hótelum o.s.frv. KC14 sló strax í gegn og efnið hefur notið gríðarlegra vinsælda frá því það kom fyrst á markað, líkt og hinar DETALE vörurnar, KABRIC og KABRIC Floor. Þú getur lesið meira um KC14 hér.
2 vörur
-25%
DETALE KC14 – Litað spartlefni með yfirborðsáferð
Frá 23.992 kr.
Fyrir 31.990 kr.
Er litanlegt
Sýni 2 vörur af 2

KC14 - litað spartl frá DETALE CPH

Með KC14 færðu útlit og áferð sem er mjög frábrugðið því sem við þekkjum í hefðbundinni veggjamálningu eða veggfóðri. Þú getur valið milli 35 mismunandi lita, sem allir eiga það þó sameiginlegt að geta gefið þér óviðjafnanlegt útlit á veggina.

KC14 er auðvelt í notkun - jafnvel þó þú hafir ekki reynslu af því að vinna með spartl. KC14 gefur hráa, matta áferð sem líkist einna helst steinsteypu. Það er erfitt að gera mistök með KC14, þar sem efnið er mjög lifandi og engir tveir veggir eru eins. Mistökin eru í raun hluti af því að gefa þínum vegg þitt persónulega handbragð og skapa honum sína sérstöðu.

Litirnir 35 eru hannaðir af sérfræðingum DETALE, sem hafa haft það að markmiði að auðvelda þér að finna litatón sem passar við þinn stíl og persónuleika. Það erfiðasta við litavalið er að geta ekki valið þá alla.

Áður en þú byrjar að spartla með KC14 skaltu ganga úr skugga um að flöturinn sem þú ætlar að spartla á sé jafn, þurr og tilbúinn til meðhöndlunar. Ef þú ert í vafa, þá skaltu grunna vegginn áður en þú byrjar. Ef þú ert ekki viss um hvort veggurinn sé þurr, þá mælum við að rakamæla hann með þar til gerðum mæli.

Svona notar þú KC14

  • Afmarkaðu flötinn sem á að spartla með málninarlímbandi.
  • Berðu fyrstu umferð á allan vegginn í jöfnu 2-3 mm þykku lagi. Ekki taka þér hlé á miðjum vegg.
  • Fjarlægðu málningarlímbandið áður en efnið þornar.
  • Gefðu efninu 16 klukkustundir til að þorna á milli umferða.
  • Slípaðu niður spaðaför og ójöfnur með 180 pappír áður en þú byrjar á seinni umferð.
  • Hreinsaðu burt slípiryk með mjúkum bursta eða rykkúst.
  • Afmarkaðu flötinn aftur með málningarlímbandi.
  • Spartlaðu seinni umferð á veggin og gættu þess að hafa hana ekki of þunna til að minnka líkur á gegnumslípun og misfellum.
  • Fjarlægðu málningarlímbandið áður en spartlið þornar.
  • Leyfið efninu að þorna í 16 klukkustundir, líkt og í fyrri umferðinni.
  • Verjið húsgögn, gólf o.þ.h. með vörslupappír fyrir slípun.
  • Að því loknu má hefjast handa við að slípa. Munið eftir rykgrímunni.
  • Slípið spartlaða flötinn gætilega í hringi með 180-220 sandpappír. Slípið þar til flöturinn er jafn og sléttur.
  • Rykhreinsið með mjúkum bursta eða rykkúst.
  • Leyfið vörslupappírnum að standa áfram til að verja fyrir slettum frá Topcoat-inu í næsta skrefi.
  • Afmarkið flötinn aftur með málningarlímbandi.
  • Dúmpið Topcoat á flötinn með örtrefjatusku. Berið efnið tvisvar sinnum á með 1-2 klukkustunda millibili.
  • Gætið þess að vinna allan flötinn í einu en ekki skipta honum niður.
  • Gætið þess að skilja ekki eftir dropa eða bletti á fletinum.
  • Gefið Topcoat 2-3 klukkustundir til að þorna.
  • Léttslípið með 220 sandpappír til að ná fletinum alveg sléttum.
  • Að því loknu má rykhreinsa flötinn með rökum klút.

Þetta þarftu

  • 2 spaða í stærðinni 15 cm-35 cm
  • Sandpappír í grófleika 180-220
  • Vörslupappa og/eða hlífðarplast og málningarlímband
  • Mjúkan rykkúst
  • Örtrefjatusku fyrir Topcoat (Má líka nota lágþrýstikút)
  • Hanska og rykgrímu

Við óskum þér góðs gengis í starfi.