Facade Clean hreinsiefni
Hvað er Facade Clean hreinsiefni?
Facade Clean er hreinsiefni fyrir timbur og múrverk. Hreinsiefnið vinnur vel á alls konar óhreinindum sem algengt er að setjist á ytra byrði húsa með tímanum.
Í mörgum tilvikum er ytra byrði húsa hreinsað með háþrýstisprautu. Þrýstingurinn getur hins vegar slitið ytra byrði húsa og í mörgum tilvikum dugar slík hreingerning ekki eins vel og ef notast er við rétt hreinsiefni. Facade Clean hreinsiefnið vinnur dýpra ofan í flötinn og veldur ekki sliti á yfirborðinu. Að lokinni hreinsun stendur eftir skínandi hreinn flötur sem er í sínu besta mögulega ástandi til að grunna og mála. Í stað þess að háþrýstiþvo getur þú borið hreinsiefnið á með lágþrýstikönnu. Þannig tryggir þú jafna og góða dreifingu efnisins.
Að velja rétt hreinsiefni
Ytra byrði húsa er útsett fyrir veðrun og safnar á sig óhreinindum úr náttúrunni með tímanum. Þess vegna er mikilvægt að huga reglulega að hreinsun og notkun réttra hreinsiefna. Hreinsun er ekki bara viðhöfð til að gera snyrtilegt og fínt, heldur er hún líka hluti af viðhaldi sem hámarkar endingu.
Í hvað má nota hreinsiefnin?
Hreinsiefnin má nota til að þvo timbur og múraða fleti, utandyra, áður en þeir eru meðhöndlaðir með málningu, viðarvörn, o.s.frv.
Facade Clean fjarlægir óhreinindi sem safnast hafa á múrverk og klæðningar af völdum veðurs og vinda. Efnið vinnur einnig vel á mosa- og gróðurmyndun sem oft má sjá á tréverki.
Hreinsiefnið má nota á:
- Múrklæðningar
- Timburklæðningar
Svona notar þú Facade Clean
- Forðastu að nota efnið í beinu sólarljósi eða á flötum sem sólin hefur hitað. Gott er að verja fleti sem eru mjög rakaídrægir.
- Því næst skal blanda hreinsiefnið samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum og bera efnið á með lágþrýstikönnu, pensli eða bursta.
- Látið efnið vinna í 5-20 mínútur og skrúbbið svo yfirborðið með burstanum eða pensli, til að vinna sem best á óhreinindunum.
- Að því loknu skal skola flötinn með hreinu vatni og fjarlægja þannig leifar af hreinsiefninu.
- Að þessu loknu er flöturinn tilbúinn til frekari meðhöndlunar, til dæmis fyrir vatnsvörn, viðarvörn eða múrgrunn.