Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar
Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar

Sandspartl

Sandspartl hentar sérlega vel til að heilspartla stóra fleti. Sandspartl er létt í sér, þornar tiltölulega hratt og hentar því vel til notkunar á ýmsar gerðir veggja eða undirlags. Eins má nota sandspartl til viðgerða og til að slétta eða jafna óslétta eða grófa fleti.
12 vörur
Alhliða spartl- Svansmerkt - Flügger Filler Allround
Frá 4.490 kr./stk.
(Frá 898 kr./l)
+ mögulegur sendingarkostnaður
Filler Pro 696 - Límspartl
Frá 12.990 kr./stk.
(Frá 1.299 kr./l)
Medium sprautu- og rúlluspart - Svansmerkt - Flügger LSR PRO Airless
Frá 12.490 kr./stk.
(Frá 833 kr./l)
Gróft rúlluspartl- Svansmerkt - Flügger Sandplast LGS Pro
Frá 11.990 kr./stk.
(Frá 999 kr./l)
Gróft Sprautu- og rúlluspartl - Flügger Sandplast LGS Pro
Frá 14.490 kr./stk.
(Frá 966 kr./l)
Flügger Svansvottað Límspartl LB – fyrir Gipsplötur
Frá 16.990 kr./stk.
(Frá 1.133 kr./l)
Rakaherbergi rúlluspartl - Flügger Filler Pro H2O - Svansmerkt
Frá 17.490 kr./stk.
(Frá 1.458 kr./l)
Meðalfín úðafylling – Filler Perform Airless Medium – Flügger
Frá 8.590 kr./stk.
(Frá 716 kr./l)
+ mögulegur sendingarkostnaður
Medium sprautuspartl - Flügger Filler Perform Airless
Frá 12.490 kr./stk.
(Frá 833 kr./l)
Sýni 12 vörur af 12

Hvað er sandspartl?

Sandspartl er efni sem notað er til að slétta ójafna fleti innandyra, til dæmis við heilspörtlun veggja og í nýbyggingum. Eins má nota það til viðgerða, t.d. við holufyllingar eða til að fylla nagla- og skrúfugöt. Sandspartl er ljósgrár massi með sendinni, loftkenndri áferð.

Sandspartl er létt í sér og er því auðvelt í vinnslu. Það hentar því vel ef spartla þarf stóra fleti, t.d. við heilspörtlun lofta eða veggja. Sandspartl er fáanlegt tilbúið til notkunar eða sem spartlduft. Spartlduft þarf að blanda með vatni og hræra áður en það er tilbúið til notkunar.

Í hvað má nota sandspartl?

Sandspartl hentar til viðgerða eða til notkunar við spörtlun á stórum flötum eins og veggjum og loftum. Sandspartl hentar til dæmis við heilspörtlun á gipsveggjum, steyptum, múruðum eða pússuðum veggjum. Sandspartl hentar vel til að hylja samskeyti eða fylla holur eða nagla og skrúfugöt á gipsplötum. Athugið þó að við spörtlun gipsplötusamskeyta skal nota viðurkennda samskeytaborða og límspartl til að styrkja samskeytin og forðast sprungumyndun.

Hægt er að fá sandspartl sem er sérstaklega hannað til notkunar í votrými og hefur því hærra rakaþol en hefðbundið sandspartl. Ef búast má við því að flöturinn verði undir beinu vatnsálagi skal yfirmála með grunni og málningu sem hentar við slíkar aðstæður. Hefðbundið sandspartl er ekki hannað til að þola miklar hitabreytingar og veðurálag og skal því aðeins nota innandyra. Utanhúss skal nota sementsbundið viðgerðarspartl eða múr.

Veldu rétta tegund af sandspartli.

Sandspartl er fáanlegt í ýmsum útfærslum, sem hver hentar við mismunandi aðstæður. Því er mikilvægt að velja rétta tegund miðað við eðli verkefnisins. Sandspartl fæst með mismunandi kornastærð, allt frá fínu upp í gróft. Einnig er það fáanlegt sem votrýmisspartl, rúlluspartl o.fl.

  • Miðlungsgróft sandspartl (Medium spartl) má bera á í þunnu lagi. Það hentar þannig vel til margra verka, t.d. við samskeytaspörtlun á gipsplötum.
  • Gróft sandspartl (Grófspartl) má bera á í þykkara lagi en Medium spartlið. Það hentar því betur til uppfyllingar, t.d. sem fyrsta umferð til að jafna ósléttan múr eða til viðgerða á dýpri skemmdum þar sem leggja þarf þykkara lag af spartli.

Þurrktími á sandspartli

Þurrktíminn er breytilegur eftir tegundum, aðstæðum og eðli verkefnisins. Spartlið þornar hraðar í blettspörtlun eða minni viðgerðum þar sem spartlað er í þunnu lagi. Við heilspörtlun hækkar rakastigið í rýminu sem lengir venjulega þurrktímann. Hitastig hefur líka áhrif á þurrktíma sandspartls. Leiðbeinandi þurrktíma má sjá á umbúðum vörunnar. Ef þú ert í vafa um það hvort spartlið sé orðið þurrt, þá borgar sig að gefa því aðeins lengri tíma áður en þú heldur áfram í næstu umferð.