Click & collect
Frí frakt yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar
Click & collect
Frí frakt yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar

Sandpappír

Sandpappír fæst í ýmsum stærðum og gerðum og er ómissandi í allri málningarvinnu, lökkun eða spartlvinnu. Með því að slípa með sandpappír fyrir málun - og jafnvel á milli umferða - má ná fram jöfnum og sléttum fleti og auka þannig líkurnar á því að lokaútkoman verði í samræmi við væntingar.
13 vörur
-24%
Handsandpappír 140 x 230 mm
Frá 127 kr.
Fyrir 169 kr.
+ mögulegur sendingarkostnaður
-25%
Skellur hringi sandpappír Ø225 mm - 25 stk.
Frá 15.742 kr.
Fyrir 20.990 kr.
-25%
Slibesvamp 100 x 120 mm, 5 stk.
Frá 1.417 kr.
Fyrir 1.890 kr.
+ mögulegur sendingarkostnaður
-25%
Sandpappír í Blokkform, 70 x 100 mm - Flügger
Frá 494 kr.
Fyrir 659 kr.
+ mögulegur sendingarkostnaður
-25%
Slibeklods með Velcro 70x120 mm.
Frá 1.717 kr.
Fyrir 2.290 kr.
+ mögulegur sendingarkostnaður
-25%
Slibebræt m/snúranlegt skaft - NÝTT DESIGN
Frá 3.517 kr.
Fyrir 4.690 kr.
+ mögulegur sendingarkostnaður
-25%
Prem. handkvörn
Frá 2.092 kr.
Fyrir 2.790 kr.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Sýni 13 vörur af 13

Hvað er sandpappír?

Sandpappír er verkfæri sem notað er til að slípa eða pússa yfirborðsfleti. Með því að pússa með sandpappír má slétta og jafna fleti sem einhverra hluta vegna eru ósléttir. Þannig má t.d. eyða rispum og yfirborðsskemmdum eða jafna spörtluð samskeyti á gipsplötum, þannig að þau verði ekki sýnileg á fletinum.

Sandpappír hentar einnig vel til að pússa húsgögn fyrir endurmálun, lökkun eða viðarvörn. Í þessum tilvikum nýtist sandpappírinn til að fjarlægja eldri málningu og / eða lausa málningu sem byrjuð er að flagna. Þannig gerir þú flötinn sléttan og jafnan áður en þú hefst handa við að grunna eða mála.

Hvaða sandpappír á að velja?

Til eru ýmsar tegundir af sandpappír. Hægt er að velja um mismunandi grófleika og mismunandi stærðir og gerðir.

Mismunandi gerðir af sandpappír:

  • Sandpappír í örkum
  • Sandpappír i rúllum
  • Sandpappír í skífum
  • Slípipúðar

Veldu grófleika eða kornastærð sandpappírsins út frá því hvað þú ætlar að slípa. Hægt er að fá grófan pappír eða fínkornaðan og allt þar á milli. Mundu að því lægri sem talan á pappírnum er, því grófari er pappírinn. Hærri tala þýðir minni kornastærð og þar af leiðandi fínni sandpappír með minni efnistöku.

Mismunandi kornastærð og grófleiki:

  • Kornastærð 40-100 hentar í mikla efnistöku og grófslípun, t.d. á timbri, járni eða viðgerðarspartli / múr. Í mörgum tilvikum er gott að nota grófan pappír til að byrja með og enda á fínni pappír. Grófkorna sandpappír hentar vel til að fjarlægja gamlar, lausar málningarleyfar.
  • Kornastærð 120 - 180 hentar vel í fínslípun á timbri og járni og einnig til að slípa milli umferða í spörtlun.
  • Kornastærð 220 + er mjög fínkorna pappír og getur í sumum tilvikum hentað í lokaslípun á timbri, járni eða spörtluðum flötum.