Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar
Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar

Málningarpenslar

Það er gríðarlega mikilvægt að notast alltaf við gæðapensil. Það er góð fjárfesting að velja hágæðapensil fram yfir ódýrari, gæðaminni pensla. Ástæðurnar eru nokkrar. Til dæmis eru hárin sem notuð eru í hágæðapensil oft á tíðum mun gæðameiri en á ódýrari "einnota" penslum. Hárin eru líka yfirleitt skorin með meiri nákvæmni og meira lagt upp úr að hönnunin sé unnin með notagildi og þægindi í huga. Lestu meira um málningarpensla hér.
28 vörur
Stuttur ofnapensill 1134
Frá 1.340 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Jumbo Vinkillpensill High Finish 1138 - 100% FSC - Flügger
Frá 3.890 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Stuttur Sporöskjulaga pensill - Flügger
Frá 3.290 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Flatur Pensill Pro Finish - 100% FSC - Flügger
Frá 2.790 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Flatur Pensill High Finish - 100% FSC - Flügger
Frá 3.390 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Skáskorinn Flatpensill - High Finish - 100% FSC - Flügger
Frá 3.390 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Pro Finish útipensill 1285 - Flügger - 100% Endurunnið Plast
Frá 3.190 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Útipensill - 100% Endurunnið Plast - Flügger
Frá 1.740 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Útipensill Non Drop - Flügger
Frá 2.090 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Vinkilpensill Super Finish 1884 - Flügger
Frá 2.090 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Inni/Úti Penslasett - Stiwex
Frá 1.540 kr./pakki
+ mögulegur sendingarkostnaður
Alhliða Penslasett - Stiwex
Frá 2.190 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Penslasett - Flügger
Frá 3.290 kr./sett
+ mögulegur sendingarkostnaður
Flatur Pensill Super Finish - Flügger
Frá 1.440 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Hringpensill Super Finish 1856 - Flügger
Frá 1.090 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Non Drop Pensill Flatur - Flügger
Frá 799 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Modler Pensill 1504 - 100% FSC
Frá 2.340 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Prof. Ská Stregtrækker Pensill - Super Finish 5509
Frá 1.240 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Vatnslitapensill 3781 - Stiwex
Frá 939 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Velour-rúllusett Fine Quick
Frá 1.140 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Áfylling fyrir hornamálara 2 stk - Stiwex
Frá 819 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Framlengingarskaft
Frá 1.990 kr./skaft
+ mögulegur sendingarkostnaður
Framlengingaskaft úr áli - Stiwex
Frá 4.490 kr./skaft
+ mögulegur sendingarkostnaður
Framlengingarskaft - Carbonfiber 1,80m
Frá 33.490 kr./stk.
Basic Penslasett - Innanhúss
Frá 1.290 kr./pakki
+ mögulegur sendingarkostnaður
Basic 8070 penslasett
Frá 1.340 kr./pakki
+ mögulegur sendingarkostnaður
Sýni 28 vörur af 28

Auðveldaðu þér vinnuna með hágæðapensli

Alveg sama hvað þú ætlar að mála, þá muntu ná betri árangri með því að nota hágæðapensil. Þú munt fljótt sjá muninn á því að nota einn af okkar hágæðapenslum og að nota ódýrari "einnota" pensil.

Við hjá Flügger erum sérfræðingar í málningarpenslum og höfum mikla reynslu og sérþekkingu á því sviði. Við erum með fjöldann allan af mismunandi penslum sem henta fyrir mismunandi verkefni, svo þú getur verið viss um að finna rétta pensilinn fyrir þitt verkefni hjá okkur.

Margir af penslunum okkar eru með hágæða penslahárum og mikið hefur verið lagt upp úr vinnuvistfræðilegri hönnun handfanganna, með það markmið að gera þá eins góða og þægilega í notkun og möguleiki er á. Unnið hefur verið með hönnun handfanganna og áhersla lögð á að gripið sé þægilegt fyrir málarann. Það skilar sér í því að málarinn heldur ekki með eins föstu gripi um handfangið og ella og þreytist því síður í hendinni. Eins dregur þetta úr líkum á ýmiskonar fylgikvillum á síðari stigum. Þetta snýst jú allt um það að gera vinnuna eins þægilega og skemmtilega og kostur er á.

Það eru margir aðrir kostir við það að velja hágæðapensil frá Flügger fram yfir gæðaminni pensla. Sem dæmi heldur hágæðapensill málningunnni betur í sér og hann fer síður úr hárum eins og getur verið vandamál með gæðaminni pensla.

Ríkulegt úrval pensla til notkunar innanhúss og utanhúss

Þegar þig vantar nýjan pensil þá stendur þú frammi fyrir því að velja þann rétta úr hafsjó mismunandi pensla.

Það mikilvægasta sem þú þarft að vita þegar þú kemur til okkar er hvaða tegund undirlags þú ætlar að mála. Allir okkar penslar eru vinnuvistfærðilega rétt hannaðir, endingargóðir og fallegir í útliti.

Hér að neðan má sjá yfirlit yfir hvaða penslar henta fyrir mismunandi verkefni:

  • Ovalpensill / Sporöskjulaga pensill - Innandyra: Tréverk, t.d. panelklæðningar/alhliðapensill sem skilar hágæðaáferð. Utandyra: Tréverk, t.d. skjólveggir og grindverk/alhliðapensill sem skilar hágæðaáferð.
  • Vinkilpensill - Innandyra: Frábær í nákvæmnisvinnu og til notkunar á þröngum svæðum sem erfitt er að ná til með hefðbundnum pensli, t.d. ofnamálun.
  • Útipensill / Kústpensill - Utandyra: Frábær til málunar á stórum flötum, t.d. á múraða útveggi.
  • Hringpensill - Innandyra: Frábær í nákvæmnisvinnu og í kverkum, hornum eða meðfram brúnum, t.d. til að mála lista eða karma. Utandyra: Frábær í nákvæmnisvinnu og í kverkum, hornum eða meðfram brúnum, t.d. til að mála lista eða karma.
  • Flatur pensill - Innandyra: Hentar sérlega vel til að skera í kverkum milli lofts og veggja og meðfram hurðakörmum. Utandyra: Hentar sérlega vel til að fullmála járn og málma, tréverk og glugga.
  • Jumbopensill - Innandyra: Héntar sérlega vel í kverkar milli lofts og veggja.
  • Gólfpensill - Innandyra: Frábær til að lakka gólf og aðra stóra fleti.
  • Spísspensill - Innandyra: Hentar vel til að mála minni svæði sem kalla á mikla nákvæmni, t.d. mjóa gluggapósta og lista. Utandyra: Hentar vel til að mála minni svæði sem kalla á mikla nákvæmni, t.d. mjóa gluggapósta og lista.
  • Skáskorinn pensill - Innandyra: Hentar sérlega vel til að mála beinar línur á þröngum svæðum, t.d. milli gluggakarma og veggja. Utandyra: Hentar sérlega vel til að mála beinar línur á þröngum svæðum, t.d. milli gluggakarma og veggja.

Svona þrífur þú pensilinn þinn og heldur honum við.

Hreinsun pensla er mjög mikilvægur partur af málningarvinnu. Þrifin eru mismunandi eftir því hvernig málningu var verið að vinna með.

Vantnsþynnanleg málning: EInföldustu þrifin eru eftir noktun vatnsmálningar. Þá nægir að skola pensilinn með vatni, þvo hann svo með vatni og sápu og skola hann svo aftur í lokin. Endurtaktu þrifin þar til pensillinn er orðinn hreinn. Að loknum þrifum má þurrka pensilinn með handklæði eða klút, eða láta hann standa þar til hann þornar.

Olíumálning: Erfiðara er að þrífa pensilinn eftir notkun olíumálningar en vatnsmálningar. Byrjaðu á skola pensilinn með terpentínu eða þynni. Síðan er gott að þrífa pensilinn með sápuvatni og að lokum skola hann með hreinu vatni. Að loknum þrifum má þurrka pensilinn með handklæði eða klút, eða láta hann standa þar til hann þornar.