Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar
Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar

Meiri óreiða. Meiri litur.

Nafn: Julius Værnes Iversen
Búseta: Í miðborg Kaupmannahafnar með maka sínum
Starfsgrein: Hönnunarstjóri og stofnandi TABLEAU-hönnunarstúdíósins
Þekktur fyrir:Veröld þar sem blóm,hlutir og litir eiga í samspili
Sérkenni:Framsækin hönnun, munúðarfull óreiðufagurfræði og hömlulausefniskennd

Fundið, fágað, tengt

Þetta heimili snýst ekki um skipulag. Það snýst um uppgötvanir. Eitt lag í einu. Einn fundinn fjársjóð í einu. Eitt augnablik í senn. 

„Hlutirnir búa yfir sál og ég vel alltaf með hjartanu.“ 

Handahófið býr yfir takti. Röksemdum sem koma að innan. Hér hafa reglur eða bækur um innanhússhönnun ekkert vægi. 

„Jú, það er auðvitað val að vera umkringdur hlutum ... Sumt af þessu er handahófskennt, annað er úthugsað og einmitt það finnst mér skapa rétta jafnvægið í innanhússhönnun.“ 

Hann heldur áfram, eins og til að stilla sig inn á ósýnilegar stærðfræðiformúlur heimilisins. 

„Þetta snýst líka um það hvar hlutirnir eru staðsettir. Að það sé einhvers konar mynstur í gangi, þótt í heildina séu hlutirnir ansi margir.“ 

Og kannski mikilvægast af öllu ... „Fyrir mér er handahófið jákvætt afl í innanhússhönnun; heimilið lítur bara út eins og vörulisti ef hvert einasta atriði er skipulagt. Stundum er líka gaman að sjá að það búi fólk af holdi og blóði á heimilinu.“ 

Pink Picnic ... í frjálsu rými

Sólin skín aldrei beint inn í stofuna. En þar ríkir yfirvegaður skýrleiki. Veggirnir eru málaðir í litnum Pink Picnic. Þetta er gamaldags bleikur sem veit hvað hann vill. Litur sem rammar rýmið inn, án þess að yfirtaka það.  

„Hér vildum við lit sem væri friðsæll án þess að vera leiðinlegur. Pink Picnic er hlýr litur, en þegar þess er þörf fer lítið fyrir honum.“ 

Kannski ekki beint af litaspjaldinu. En frá stað þar sem listin færa að lifa. Þar sem augun geta hvílt í ró. 

„Við notum veggina sem striga fyrir okkar eigin veggspjöld og myndir. Litirnir eiga að styðja ... ekki trufla.“ 

Þessi tilfinning er miklu stærri en rómantík. Ómeðvituð þörf þar sem liturinn bindur rýmið saman. Togar það í eina átt. Safnar því saman. Á fíngerðan hátt. Án þess að gera mikið úr því. 

„Við erum á jarðhæð og dagsbirtan er af skornum skammti, þess vegna er svo notalegt hvernig Pink Picnic lýsir upp stofuna.“ 

Berlínarblár ... óhikað

Í eldhúsinu er skipt alveg um gír. Þar er hitastigið allt annað. Uppbrot í tjáningu heimilisins. Allir fletir þaktir með Berlínarbláum. Lit með ÁÞREIFANLEGA nærveru, nánast rafmagnaða. 

Lit sem þú finnur skýrt fyrir ... áður en þú sérð hann. Eins og titring í rýminu. 

„Við höfum notað Berlínarbláan, sem er svolítið yfirþyrmandi ... Okkur langaði í svolítið óvæntan og allt að því sjokkerandi lit.“ 

Og liturinn skilar sínu. 

„Með þessu móti er eins og listaverkin okkar stígi enn meira fram en áður.“ 

”Treystu því sem passar ekki inn.”