Meiri óreiða. Meiri litur.
Nafn: Julius Værnes Iversen
Búseta: Í miðborg Kaupmannahafnar með maka sínum
Starfsgrein: Hönnunarstjóri og stofnandi TABLEAU-hönnunarstúdíósins
Þekktur fyrir:Veröld þar sem blóm,hlutir og litir eiga í samspili
Sérkenni:Framsækin hönnun, munúðarfull óreiðufagurfræði og hömlulausefniskennd
Óreiðan sem leiðarljós
Til eru heimili sem minna helst á landakort af tilfinningalífi manneskju. Einmitt þannig er íbúðin þar sem Julius Værnes Iversen býr. Lag á lag ofan af hreyfingu, drifkrafti og vilja. Leikandi létt litafræði í stað heildarskipulags.
Umbreytingin hófst í bakgarði hans í miðborg Kaupmannahafnar. Þar brenndi hann málverkin. Svarthvítu prentmyndirnar, drapplitu strigarnir. Allt sem tilheyrði annari tilvist. Laganámið. Hið einhæfa.
„Ég hafði reynt að passa inn í veröld sem tilheyrði mér ekki. Litirnir og sköpunarkrafturinn kipptu í mig og ég varð hreinlega að láta undan.“
Þessi tilfinning hafði legið í dvala síðan á þeim dögum sem faðir hans rak blómabúð. Nú fær hún að blómstra upp um alla veggi.
Þegar ekki er hægt að útskýra hlutinn ... aðeins skynja hann
Hann óx úr grasi umkringdur blómum og textílefnum. Í barnæsku voru ólík form og litir hluti af hversdeginum. Samt var þetta æska þar sem helst átti að halda sig innan rammans. Og það gerði hann. Um langa hríð. Þar til líkaminn lét í sér heyra.
„Ég varð nógu fullorðinn til að vera sama þótt ég passaði ekki inn.“
Þetta er ekki uppreisn uppreisnarinnar vegna. Þetta er lífsnauðsyn. Þannig fæddist hönnunarstúdíóið TABLEAU. Staður þar sem blóm, hlutir og hráefni eiga í samspili og geta af sér eitthvað nýtt.
Fundið, fágað, tengt
Þetta heimili snýst ekki um skipulag. Það snýst um uppgötvanir. Eitt lag í einu. Einn fundinn fjársjóð í einu. Eitt augnablik í senn.
„Hlutirnir búa yfir sál og ég vel alltaf með hjartanu.“
Handahófið býr yfir takti. Röksemdum sem koma að innan. Hér hafa reglur eða bækur um innanhússhönnun ekkert vægi.
„Jú, það er auðvitað val að vera umkringdur hlutum ... Sumt af þessu er handahófskennt, annað er úthugsað og einmitt það finnst mér skapa rétta jafnvægið í innanhússhönnun.“
Hann heldur áfram, eins og til að stilla sig inn á ósýnilegar stærðfræðiformúlur heimilisins.
„Þetta snýst líka um það hvar hlutirnir eru staðsettir. Að það sé einhvers konar mynstur í gangi, þótt í heildina séu hlutirnir ansi margir.“
Og kannski mikilvægast af öllu ... „Fyrir mér er handahófið jákvætt afl í innanhússhönnun; heimilið lítur bara út eins og vörulisti ef hvert einasta atriði er skipulagt. Stundum er líka gaman að sjá að það búi fólk af holdi og blóði á heimilinu.“
Pink Picnic ... í frjálsu rými
Sólin skín aldrei beint inn í stofuna. En þar ríkir yfirvegaður skýrleiki. Veggirnir eru málaðir í litnum Pink Picnic. Þetta er gamaldags bleikur sem veit hvað hann vill. Litur sem rammar rýmið inn, án þess að yfirtaka það.
„Hér vildum við lit sem væri friðsæll án þess að vera leiðinlegur. Pink Picnic er hlýr litur, en þegar þess er þörf fer lítið fyrir honum.“
Kannski ekki beint af litaspjaldinu. En frá stað þar sem listin færa að lifa. Þar sem augun geta hvílt í ró.
„Við notum veggina sem striga fyrir okkar eigin veggspjöld og myndir. Litirnir eiga að styðja ... ekki trufla.“
Þessi tilfinning er miklu stærri en rómantík. Ómeðvituð þörf þar sem liturinn bindur rýmið saman. Togar það í eina átt. Safnar því saman. Á fíngerðan hátt. Án þess að gera mikið úr því.
„Við erum á jarðhæð og dagsbirtan er af skornum skammti, þess vegna er svo notalegt hvernig Pink Picnic lýsir upp stofuna.“
Berlínarblár ... óhikað
Í eldhúsinu er skipt alveg um gír. Þar er hitastigið allt annað. Uppbrot í tjáningu heimilisins. Allir fletir þaktir með Berlínarbláum. Lit með ÁÞREIFANLEGA nærveru, nánast rafmagnaða.
Lit sem þú finnur skýrt fyrir ... áður en þú sérð hann. Eins og titring í rýminu.
„Við höfum notað Berlínarbláan, sem er svolítið yfirþyrmandi ... Okkur langaði í svolítið óvæntan og allt að því sjokkerandi lit.“
Og liturinn skilar sínu.
„Með þessu móti er eins og listaverkin okkar stígi enn meira fram en áður.“
Logandi skynfæri, tilfinningar og litir / Litaspjöld, púls og skynjun
Litirnir eru ekki til skrauts. Þeir snúast hvorki um skreytingar né fagurfræðilega nálgun. Í augum Julius Iversen felst andleg hringrás í litunum. Tungumál, kerfi, lífsnauðsyn. Leið til að skynja sjálfan sig og heiminn.
„Og með því að hafa engar áhyggjur af áliti annarra verð ég enn sáttari með sjálfan mig.“
Þetta snýst ekki um fagurfræði í hefðbundnum skilningi. Snýst ekki um ímynd eða ásetning. Heldur eitthvað djúpstæðara. Eitthvað friðlaust sem verður að losna úr læðingi. Um liti sem leiða til þín orku og tilfinningar í flæðandi ... fljótandi ... hreyfingu.
„Hugmyndafræðin er mjög einföld – hlutir sem hafa glaðlegt og jákvætt yfirbragð færa þér gleði og jákvæðni.“
Augnablikið þegar hann reis eins og Fönix upp úr öskunni í bakgarðinum skipti öllu máli. Það var ekki bara breyting á starfsframa. Heldur endurfæðing. Þar sem hið gamla var lagt í rúst.
Vísvitandi eyðilegging til að skapa eitthvað nýtt. Eitthvað ... ekta.
„Ég varð að endurskapa sjálfa mig. Sleppa tökunum á þeirri útgáfu af mér sem aðrir höfðu væntingar um. Og skapa þess í stað sjálfsmynd sem var í samræmi við eigin tilfinningar.“
Og þetta er auðvelt að skynja.
Í TABLEU-STÚDÍÓINU. Inni á heimilinu
– og svo hverfur það á nýjan leik.
Eins og litur sem lætur ekki fanga sig.
Eins og eitthvað sem aðeins er hægt að skilja þegar það er skynjað.
”Treystu því sem passar ekki inn.”