Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar
Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar

Litir eru frelsandi afl 

Nafn: Nikolaj Manuel Vonsild 
Búseta: Í Kaupmannahöfn með kærustu og syni 
Starfsgrein: Tónlistarmaður, útsetjari og lagahöfundur 
Þekktur fyrir: When Saints Go Machine, CANCER og H2OP  
Sérkenni: Fagurfræði án málamiðlana og tilraunakenndur hljóðheimur. Hefur komið fram á tónlistarhátíðunum Roskilde, Berghain og Sonar. 

Heimili á ferð og flugi 

„Heimilið á að geta hreyfst í takt við mig. Það þarf að geta breyst, myndað rými fyrir nýjar þarfir, nýja liti og nýjar útgáfur af mér.“ 
 

Fyrir Nikolaj Vonsild er hönnun heimilisins ferli sem á sér engan endapunkt; það er alltaf í vinnslu. Það er rými sem endurspeglar hugarástand hans og orku. Hver einasti flötur tekur sífelldum breytingum sem knúnar eru áfram af innsæi og innri röksemdum. 
 

„Ég á mér engan sérstakan stíl þegar kemur að innanhússhönnun, ég á mér fjölmarga. Allt eftir því hvar ég er staddur í lífinu.“ 

Áferð og tilfinning 

Hjá Nikolaj snýst þessi sjónræni dans ekki aðeins um litina. Fletir, efni og ljós hafa einnig mikið að segja. 
 

„ ... hjá mér felst upphafið gjarnan í alls kyns litlum myndum og sögum.“ 

 
Mött áferð við hlið glansáferðar. Rúnnaðar línur og kantar hlið við hlið. Allt kallar þetta fram merkingarbært samspil þar sem tilraunakennd fagurfræði fær að njóta sín. Án nokkurs ótta um að gera mistök. 

Marglaga og lifandi rými 

Heimilið samanstendur af frásögnum. Hlutum sem eiga sér sögu. Stóll sem er erfðagripur. Vasi af markaði í Frakklandi. Ljósauppsetning sem var hönnuð fyrir tónleika. Hver einasti hlutur býr yfir sál. 
 

„Ég hef engan áhuga á heimili sem er eins og vörulisti. Hlutirnir mega gjarna vera svolítið óreiðukenndir, skemmtilegir, smá skrýtnir. Þeir mega bara ekki vera hlutlausir.“ 

 
Og það eru þeir svo sannarlega ekki. Heimilið iðar af ólíkum lögum, uppsafnaðri orku og líflegum litum.  

Þetta heimili er á stöðugri hreyfingu ... rétt eins og heimilisfólkið. 

Gleymdu reglunum. Láttu tilfinninguna ráða för.

Lestu hinar Talks of Colour greinarnar