Litir eru frelsandi afl
Nafn: Nikolaj Manuel Vonsild
Búseta: Í Kaupmannahöfn með kærustu og syni
Starfsgrein: Tónlistarmaður, útsetjari og lagahöfundur
Þekktur fyrir: When Saints Go Machine, CANCER og H2OP
Sérkenni: Fagurfræði án málamiðlana og tilraunakenndur hljóðheimur. Hefur komið fram á tónlistarhátíðunum Roskilde, Berghain og Sonar.
Þegar óreiða fær merkingu
Nikolaj Vonsild notar engar handbækur. Hver einasti flötur, sérhver litur og hvert einasta hljóð er birtingarmynd af einhverju sem er enn óræðnara. Einhverju sem hreyfist, færir út kvíarnar, neitar að róa sig niður.
Hann heldur heimili með kærustu sinni og syni þeirra en þetta er ekki íbúð í venjulegum skilningi. Hún er lifandi sköpunarverk. Áþreifanleg birtingarmynd þess sköpunarkrafts sem hann hefur látið flæða í gegnum tónlistina um árabil. Hér koma hlutirnir upp af nauðsyn. Hér fær ekkert að vera í kyrrstöðu.
Vonsild er þekktur úr hljómsveitunum When Saints Go Machine, CANCER og H2OP. Hann hefur komið fram á Hróárskelduhátíðinni, fengið dönsku Sléttuúlfs-verðlaunin sem nýliði ársins og P3 Gold-verðlaunin og ávallt hafnað hvers kyns málamiðlunum í sinni fagurfræði.
„Ég fíla það þegar hlutirnir passa ekki saman. Þegar hlutur er ljótur og annar er fallegur, en þeir ná saman að færa rýminu einhverja merkingu. Lífga upp á rýmið.“
Hann býður okkur inn á heimili sitt í samstarfi við Flügger-liti ...
... þar sem ekkert er varanlegt og allt er hægt.
Þar sem engar reglur gilda.
Heimili á ferð og flugi
„Heimilið á að geta hreyfst í takt við mig. Það þarf að geta breyst, myndað rými fyrir nýjar þarfir, nýja liti og nýjar útgáfur af mér.“
Fyrir Nikolaj Vonsild er hönnun heimilisins ferli sem á sér engan endapunkt; það er alltaf í vinnslu. Það er rými sem endurspeglar hugarástand hans og orku. Hver einasti flötur tekur sífelldum breytingum sem knúnar eru áfram af innsæi og innri röksemdum.
„Ég á mér engan sérstakan stíl þegar kemur að innanhússhönnun, ég á mér fjölmarga. Allt eftir því hvar ég er staddur í lífinu.“
Litir sem gegna hlutverki
Allir litirnir á heimilinu hafa hlutverki að gegna. Borðstofan er máluð með Berliner Blå og Gul Okker, munúðarfullt svefnherbergið er málað í Pink Picnic. Litirnir eru leiðir til að vinna með tilfinningarnar.
„Ég elska að vinna með liti. Ég elska að mála. Ég elska að kalla fram nýja orku. Ég finn eitthvað breytast í höfðinu á mér þegar sjálft rýmið breytist.“
Fyrir Nikolaj snýst litavalið ekki um tískustrauma eða svipmyndir heldur um ... sjálf áhrifin. Hver einustu blæbrigði ýta undir andlega rýmið, festa það í sessi eða bjóða því upp á andstæður.
Eldhúsið er málað með Pale Yellow ... Það er eitthvað í þessum lit sem róar rýmið niður. Viðvarandi ylur. Jafnvel þegar allt annað tekur breytingum. Hér slást óreiðan og sköpunarkrafturinn í óvænt lið með einhverju afar sjaldgæfu...
Djúpri ró.
Án nokkurra málamiðlana.
„ Pale Yellow skapar eitthvað afar blítt sem ég get smeygt mér inn í. Þetta er litur sem opnar rýmið og hleypir óbeislaðri hugsun af stað.“
Í svefnherberginu er meiri munúð að finna. Hér ræður Pink Picnic ríkjum. Dempaður og hlýr bleikur sem umfaðmar án nokkurrar væmni. Eitthvað sem önnur útgáfa af þér skildi eftir sig.
„Pink Picnic er litur sem kallar fram öryggiskennd. Sem auðveldar mér að sleppa tökunum. Hann er fullur af kyrrð, án þess að verða leiðinlegur.“
Áferð og tilfinning
Hjá Nikolaj snýst þessi sjónræni dans ekki aðeins um litina. Fletir, efni og ljós hafa einnig mikið að segja.
„ ... hjá mér felst upphafið gjarnan í alls kyns litlum myndum og sögum.“
Mött áferð við hlið glansáferðar. Rúnnaðar línur og kantar hlið við hlið. Allt kallar þetta fram merkingarbært samspil þar sem tilraunakennd fagurfræði fær að njóta sín. Án nokkurs ótta um að gera mistök.
Innsæið fær sína fullnægju
„Þegar þér finnst eitthvað vera rétt þá er það rétt.“
Það er ekkert heildarskipulag fyrir hendi. Nikolaj hunsar allar viðmiðunarreglur um innanhússhönnun en hlustar þess í stað á líkamann, á innsæið, á þá tilfinningu sem hver hlutur ber með sér.
„Ég hef lært að vera nákvæmlega sama um álit annarra. Það er fyrir mig sem ég innrétta heima hjá mér. Og tilfinningin verður að vera rétt.“
Marglaga og lifandi rými
Heimilið samanstendur af frásögnum. Hlutum sem eiga sér sögu. Stóll sem er erfðagripur. Vasi af markaði í Frakklandi. Ljósauppsetning sem var hönnuð fyrir tónleika. Hver einasti hlutur býr yfir sál.
„Ég hef engan áhuga á heimili sem er eins og vörulisti. Hlutirnir mega gjarna vera svolítið óreiðukenndir, skemmtilegir, smá skrýtnir. Þeir mega bara ekki vera hlutlausir.“
Og það eru þeir svo sannarlega ekki. Heimilið iðar af ólíkum lögum, uppsafnaðri orku og líflegum litum.
Þetta heimili er á stöðugri hreyfingu ... rétt eins og heimilisfólkið.
”Gleymdu reglunum. Láttu tilfinninguna ráða för.”