Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar
Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar

Litatilfinningar og umbreytingar

Nafn: Sara Garanty
Búseta: Í Stokkhólmi, Svíþjóð 
Starfsgrein: Litaráðgjafi og innanhússhönnuður með sérhæfingu í litasálfræði 
Menntun: Innanhússhönnun og litasálfræði, Barcelona Sérkenni: Veggjamálun sem meðferðaraðferð. Litirnir á heimilinu eru valdir út frá andlegu ástandi. 

Heimili fyrir ólíkt hugarfar 

Þegar Sara lýsir litum eru þeir miklu meira en bara málningin á veggjunum. 

„Fyrir mér á liturinn ekki bara heima á yfirborðinu. Hann miðlar frá sér tíðni og titringi sem hefur áhrif á tilfinningalíf þitt.“ 

Stofuveggirnir eru málaðir í gamaldags bleikum lit sem kallast  “Pink Picnic” og loftið prýðir örlítið dekkri bleikur tónn  (“Flamingo”) til að kalla fram litaskil. Djúpvínrauður litur á klæðningu og körmum býr til andstæður við björtu bleiku tónana og myntugræn hurð bætir við leikrænni vídd.  

„Það er afar þung stemmning í samfélaginu um þessar mundir ... og til að létta lundina er bleikur besti liturinn.“ 

Hún segir að bleikur geri sig hamingjusama og fulla af orku ... eins og að opna kampavínsflösku: freyðandi, freyðandi gleði. 

„Ég hef alltaf átt erfitt með bleikan, en þessi litatónn hjálpar mér að sleppa tökunum!“ 

Hann er ekki krúttlegur. Hann gerir mann varnarlausan. Eins og fyrsti andardráttur eftir að hafa haldið í sér 

„Hann minnir mig á unglingaherbergið mitt. Það var líka bleikt, en þessi litur er öðruvísi. Hann er ekki rómantískur, það er meira eins og hann ... veiti skjól. Og bjóði upp á leiðina heim til síns sanna sjálfs.“ 

Gulur fyrir hvíldarrými heimilisins 

Mjúkleitur gulur er ríkjandi litur í eldhúsinu. Þessi litur er í algjöru uppáhaldi hjá Sara Garanty. Hann lyftir lundinni og skapar orku en ýtir einnig undir sjálfstraustið. 

„Þetta er ekki litur sem abbast upp á þig. Hann er mildur, opinn. Eins og innri andardráttur.“ 

Liturinn er valinn af kostgæfni því hann kallar fram bernskuminningu um hlýja sólargeisla og fagurgræn laufblöð. Minningu sem hún ber með sér eins og litakóða alla ævi. 

„Ég á mér eina minningu úr æsku ... ég er í kringum sjö ára. Við erum í Värmland og ég stend á brú. Sólin logar í hnakka mér og það er afar sérstakur grængulur tónn yfir landslaginu. Ég hef alltaf borið þennan lit með mér.“ 

Guli liturinn er eins konar framlenging á dagsbirtunni. 

Litir fyrir úrvinnslu tilfinninga 

Sara segir að litir geti breytt hugarástandi okkar. Litirnir á veggjunum geta róað þanið taugakerfi eða örvað og ýtt undir skapandi einbeitingu. 

„Ef ég mála yfir eitthvað er það ekki út af eftirsjá. Ég er bara komin á annan stað.“ 

Þannig fá litirnir að koma og fara. Engir litir vara að eilífu. En þeir birtast aldrei að ástæðulausu. 

 Sara vinnur með heim litanna í starfi sínu. 

„Ég segi oft að ég eigi mér mörg starfsheiti. Ég kalla mig litafræðing, litasérfræðing, litasálfræðing, litaráðgjafa.“ 

Þetta er alltaf fyrsta spurningin í nýjum verkefnum: 

„Hvað viltu kalla fram í þessu rými? Hvaða tilfinningu viltu að það færi þér?“ 

Út frá þessu velur hún litina. 

„Þetta snýst ekki bara um að eitthvað líti vel út ... fyrsta spurningin er alltaf: Hvernig mun þér líða í þessu rými?“ 

Litir frekar en ótti 

Sara áttar sig á því að margt fólk óttast liti. 

„Það sem reynist fólki oft erfitt er hreinlega ótti við liti.“ 

Yfirleitt er þetta óöryggi, frekar en meðvitaður ótti. Óvissa um það hvernig maður vinnur með blæbrigði og ljós. Af þessu sökum leiðir Sara viðskiptavini sína varlega út fyrir þægindarammann. Hún útskýrir hvernig viss litbrigði geta haft áhrif á huga okkar: blár gefur ró og einbeitingu, grænn gefur jafnvægi og vellíðan, gulur ýtir undir gleði og lærdóm á meðan rauður kveikir orku. 

En getur örvað of mikið ef hann er of ríkjandi. 

Í hennar augum eru litir ekki skraut heldur grundvallarlífsskilyrði. 

„Litir eru jafn mikilvægir og svefn og mataræði.“ 

Sara nýtir nálgun sem byggir á innsæi og líkamlegri tilfinningu … þar fá skynfærin að ráða för.. 

 
„Ég mála ekki fyrir aðra. Ég tek ekki myndir fyrir Instagram. Þetta hefur með sjálfa mig að gera.  Mína eigin þörf fyrir ró.“ 

Frá Värmland til Barcelona til Stokkhólms 

Sara ólst upp í gráu úthverfi Stokkhólms þar sem skólastofurnar voru hvítar og litlausar. Í Barcelona lærði hún innanhússhönnun og kynntist litasálfræði. 

„Kennararnir mínir hvöttu okkur til að nota liti ... ekki síst að kynna okkur litasálfræði. Við vorum með sérstakan litakennara í heilt ár.“ 

Þegar hún flutti aftur til Svíþjóðar árið 2018 mætti nálgun hennar efasemdum. 

„Allt var hvítt ... veggir, loft, eldhús og jafnvel gólf.“ 

Aðeins fimm manns mættu á fyrsta fyrirlestur hennar um litasálfræði. En hún hélt sínu striki.  

„Ég hef unnið út frá þessari nálgun í rúm 15 ár og finn vel að forvitni fólks hefur aukist. Fólk er farið að skynja að litirnir hafi bein áhrif.“ 

Staður sem maður kallar heima. 

Þá daga sem hugsanirnar eru háværar og hún þarfnast einhvers sem ekki byggir á orðum grípa litirnir í taumana. 

Litirnir eru vitni. Speglandi verkfæri sem kallar fram samhljóm, opnar fyrir heilun og myndar rými fyrir gleði og nærveru. 

„Ég hugsa ekki hlutina út frá innanhússhönnun heldur út frá innra ástandi. Ég mála ekki til að kalla fram ákveðinn stíl. Ég mála til að kalla fram jafnvægi.“ 

Hjá Sara Garanty er heimilið framlenging á taugakerfinu.

Rými sem lagar sig að henni.  

Eins og veðrabrigði í litum.  

Til að geta verið til. 

Málaðu út frá eigin tilfinningum. Breyttu um lit þegar þú flytur á nýjan stað.