Um Flügger

Ekki bara venjuleg málningarvöruverslun

Flügger á u.þ.b. 175 verslanir í Danmörku og meira en 550 verslanir samtals í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Póllandi, Íslandi og Kína. 

Í Danmörku liggja rætur okkar allt aftur til ársins 1890 og af því tilefni héldum við upp á 125 ára afmæli okkar árið 2015. Flügger hefur ætíð byggt afkomu sína á sölu til fagmanna, þess vegna er það ekkert skrítið að málari sést í auglýsingum okkar og gluggaskreytingum. 

Síðan 1975, þegar við störtuðum Flügger-keðjunni, höfum við einnig selt og veitt faglega ráðgjöf til einkaaðila og þannig þjónað bæði einkageiranum sem og hinum faglega. 

Hjá Flügger litum starfa málarar og málarameistarar með mikla reynslu. Þess vegna hittið þið ætíð fyrir faglærða starfsmenn, sem veita ykkur ráð sem byggjast á reynslu og þekkingu, en það er það sem Flügger er þekkt fyrir. Það ásamt miklum vörugæðum stuðlar að góðum árangri í framkvæmd.  

Við erum markaðsleiðandi í Danmörku, og fyrir okkur er málning ekki bara málning. Flügger hannar og markaðssetur fjölbreyttar vörur til alls sem vanta kann þegar málningarframkvæmdir eru á dagskrá. Þá erum við til dæmis að tala um viðarvörn, spartl, veggfóður og málningarverkfæri í háum gæðaflokki. Við seljum einungis vörur sem við treystum og sem stuðla að góðum árangri. 

Þess vegna ættuð þið að líta við í einhverri hinna 6 Flügger verslana á Íslandi. 

 
1
Raadgivning

Starfsframi í Flügger

Lesið um mögulegan starfsframa hjá Flügger og skoðið lausar stöður.
2
presse

Fjölmiðlar

Lítið á fréttir af Flügger A/S í fjölmiðlum og  tilkynningar frá verðbréfamörkuðum.
3
Koncern

Samsteypan

Skoðið upplýsingar um samsteypuna, forystu og stjórn.

Finndu næstu Flügger verslun

map