Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar
Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar

Vörslupappír

Vörslupappír er mikilvægur hluti í öllum endurbótum innandyra. Hvort sem stendur til að mála, veggfóðra, spartla eða bara hvað sem er, getur réttur frágangur verið mjög mikilvægur. Með því að nota vörslupappír þarftu ekki að hafa eins miklar áhyggjur af málningarslettum og skemmdum á gólfi, húsgögnum o.þ.h. Ef það skvettist málning þá getur þú bara haldið áfram að vinna án þess að þurfa að hreinsa upp um leið.

Vörslupappír með límbandi kemur líka að góðum notum við að afmarka það svæði sem á að mála og hlífa því sem ekki skal mála, t.d. með því að hylja gólflista, hurðakarma o.s.frv. Rétt notkun hlífðarpappa auðveldar þér vinnuna, eykur líkur á góðri útkomu og minnkar þrif að verki loknu.

19 vörur
-25%
Málaralímband - Flügger
Frá 892 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Fyrir 1.190 kr./stk.
-25%
Gull málaralímband - Flügger
Frá 1.605 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Fyrir 2.140 kr./stk.
-25%
UV Málaralímband - Flügger
Frá 1.530 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Fyrir 2.040 kr./stk.
-25%
UV Málaralímband Premium - Flügger
Frá 2.242 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Fyrir 2.990 kr./stk.
-25%
Málningalímband Sensitive Surfaces
Frá 1.530 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Fyrir 2.040 kr./stk.
-25%
Cardboard covering 430 g
Frá 5.317 kr./rúlla
(Frá 177 kr./m)
+ mögulegur sendingarkostnaður
Fyrir 7.090 kr./rúlla
-25%
Sjálflímandi Þekjupappír
Frá 4.267 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Fyrir 5.690 kr./stk.
-25%
Sjálflímandi plastfilma
Frá 10.117 kr./rúlla
(Frá 101 kr./m)
Fyrir 13.490 kr./rúlla
-25%
Þekjupappír með Málaralímbandi
Frá 509 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Fyrir 679 kr./stk.
-25%
Þekjandi plast m. UV borði
Frá 2.017 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Fyrir 2.690 kr./stk.
-25%
Þekjuplast 13 µ - Endurunnið plast
Frá 930 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Fyrir 1.240 kr./stk.
Sýni 19 vörur af 19

Tegundir vörslupappírs

Það eru til nokkrar mismunandi gerðir af hlífðarpappír, sem hver um sig hefur sína eiginleika og kosti. Mismunandi tegundir af pappír, filtmottum og hlífðarplasti henta vel þegar hylja þarf t.d. húsgögn og gólf.

Valið stendur milli mismunandi tegunda:

  • Filtmotta
  • Vörslupappi
  • Hlífðarplast
  • Málningarlímband

Filtmotta

Filtmottan hefur þá sérstöðu að hún samanstendur af plasti í grunnninn og mjúku filtyfirborði. Það gerir hana sérstaklega hentuga til notkunar á viðargólfum eða öðrum gólfum sem þú vilt veita aukna vernd. Mjúka lagið veitir góða vörn gegn rispum og skemmdum frá málningartröppunni. Að auki kemur plastundirlagið í veg fyrir að málning sem hellist niður smjúgi í gegn og skilji eftir ummerki á gólfinu.

Vörslupappi

Vörslupappi hentar vel til að hlífa gólfum við málningarvinnu. Hann er auðveldur í notkun og fljótlegt er að rúlla honum út þegar þekja þarf stærri fleti. Auðvelt er að sníða hann til í þá stærð sem hentar, og þannig má leggja hann alveg upp að gólflistum sem dæmi. Vörslupappi er fáanlegur í mismunandi þykktum.

Hlífðarplast

Hlífðarplast er þynnra og léttara en pappi og filtmotta og hentar því betur til að breiða yfir húsgögn og hlífa gluggum, hurðum og innréttingum. Auðvelt er að hengja plastið upp með límbandi og verja þannig hurðir og glugga eða nota það til að loka milli rýma og afmarka vinnurými frá rykfríu svæði.

Málningarlímband

Málningarlímband er nauðsynlegt að hafa við höndina þegar verið er að mála. Hentar vel til að verja fleti sem ekki á að mála, t.d. gólflista ljósarofa, innréttingar o.þ.h. Á sama tíma tryggir þú fallegar, hreinar línur með því að nota málningarlímband.