Click & collect
Frí frakt yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar
Click & collect
Frí frakt yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar

Málningalímband

Í málningarvinnu er mikilvægt að verja þau svæði sem ekki á að mála. Það getur sparað mikinn tíma við þrif að verki loknu. Málningarlímband kemur þar að góðum notum, t.d. til að verja ljósarofa, innstungur, gólflista o.s.frv. Ef þú ert búinn að hylja þessa fleti með límbandi þá ertu búinn að auðvelda þér málningarvinnuna til mikilla muna. Eins kemur málningarlímband að góðum notum ef aðeins á að mála hluta af vegg, t.d. ef þú vilt hafa neðri part veggs í öðrum lit en efri part og aðskilja litina með fallegri línu.
6 vörur
Málaralímband - Flügger
Frá 1.190 kr.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Gull málaralímband - Flügger
Frá 2.140 kr.
+ mögulegur sendingarkostnaður
UV Málaralímband - Flügger
Frá 2.040 kr.
+ mögulegur sendingarkostnaður
UV Málaralímband Premium - Flügger
Frá 2.990 kr.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Sérhver Málaralímband - Flügger
Frá 2.040 kr.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Málaralímband - Tesa
Frá 1.390 kr.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Sýni 6 vörur af 6

Hvað er málningarlímband?

Málningarlímband er límband sem er sérstaklega hannað fyrir málningarvinnu eða annars konar verkefni sem kalla á að ákveðin svæði þurfi að verja. Þú getur fengið málningarlímband í mörgum mismunandi gerðum, litum og breiddum. Allar tegundirnar hafa sína sérstöku eiginleika og því átt þú að geta fundið það límband sem hentar best í þitt verk hverju sinni. Að auki er hægt að fá málningarlímband með áföstu hlífðarplasti sem getur nýst vel til að verja t.d. gólf, innréttingar, húsgögn o.s.frv. áður en málað er.

Í hvað notar maður málningarlímband?

Málningarlímband nýtist til að verja þau svæði sem ekki á að mála. Það kemur því að góðum notum í kverkum milli lofts og veggja, á hornum, yfir gólflista, hurðakarma o.s.frv. Málningarlímband gerir málningarvinnuna auðveldari og fljótlegri, og það getur líka hjálpað til við að ná beinum, fallegum línum í málningarvinnunni. Málningarlímband hentar mjög vel til að skipta vegg niður í tvo eða fleiri hluta (liti) og ná hreinum og beinum línum á milli lita.

Fjarlægðu málningarlímbandið strax

Það er mikilvægt að fjarlægja málningarlímband strax að verki loknu, áður en málningin hefur þornað að fullu. Ef að málningin þornar á límbandinu þá er aukin hætta á að málningin rifni upp með límbandinu þegar það er fjarlægt. Ef þú ert að mála fleiri umferðir þá er óhætt að láta límbandið standa á milli umferða, en það skal svo fjarlægja það áður en lokaumferðin þornar að fullu.