Málningalímband
Hvað er málningarlímband?
Málningarlímband er límband sem er sérstaklega hannað fyrir málningarvinnu eða annars konar verkefni sem kalla á að ákveðin svæði þurfi að verja. Þú getur fengið málningarlímband í mörgum mismunandi gerðum, litum og breiddum. Allar tegundirnar hafa sína sérstöku eiginleika og því átt þú að geta fundið það límband sem hentar best í þitt verk hverju sinni. Að auki er hægt að fá málningarlímband með áföstu hlífðarplasti sem getur nýst vel til að verja t.d. gólf, innréttingar, húsgögn o.s.frv. áður en málað er.
Í hvað notar maður málningarlímband?
Málningarlímband nýtist til að verja þau svæði sem ekki á að mála. Það kemur því að góðum notum í kverkum milli lofts og veggja, á hornum, yfir gólflista, hurðakarma o.s.frv. Málningarlímband gerir málningarvinnuna auðveldari og fljótlegri, og það getur líka hjálpað til við að ná beinum, fallegum línum í málningarvinnunni. Málningarlímband hentar mjög vel til að skipta vegg niður í tvo eða fleiri hluta (liti) og ná hreinum og beinum línum á milli lita.
Fjarlægðu málningarlímbandið strax
Það er mikilvægt að fjarlægja málningarlímband strax að verki loknu, áður en málningin hefur þornað að fullu. Ef að málningin þornar á límbandinu þá er aukin hætta á að málningin rifni upp með límbandinu þegar það er fjarlægt. Ef þú ert að mála fleiri umferðir þá er óhætt að láta límbandið standa á milli umferða, en það skal svo fjarlægja það áður en lokaumferðin þornar að fullu.