6 ráð þegar kemur að litavali
Ertu þreytt(ur) á hvítum veggjum heima hjá þér? Kannski er kominn tími á litríkara umhverfi. Við höfum tekið saman 6 góð ráð til að lífga uppá heimilið með litum.
„Það eru engir ljótir litir, aðeins ljótar litasamsetningar ,“ skrifaði hönnuðurinn Verner Panton um litasamsetningar.
Panton var í öllum skilningi meistari litanotkunar. Mismunandi litir skapa mismunandi stemningu sem skiptir máli þegar huga á að litasamsetningum heimilisins.
Við höfum því safnað saman 6 góðum ráðum um litaval sem vonandi veita þér innblástur til að taka fyrsta skrefið í átt að litríkara og persónulegra heimili.
Vonandi hefur þú nú fengið innblástur til að mála í litum heima hjá þér. Ef þig vantar frekari upplýsingar áður en þú ferð af stað skaltu heimsækja næstu Flügger verslun. Hæft starfsfólk okkar er tilbúið til að hjálpa þér.
Panton var í öllum skilningi meistari litanotkunar. Mismunandi litir skapa mismunandi stemningu sem skiptir máli þegar huga á að litasamsetningum heimilisins.
Við höfum því safnað saman 6 góðum ráðum um litaval sem vonandi veita þér innblástur til að taka fyrsta skrefið í átt að litríkara og persónulegra heimili.
Hvernig á að koma litasamsetningunni á sinn stað:
- Hugsaðu um hvaða herbergi fljóta saman í daglegu lífi. Eiga litirnir í opnu eldhúsinu og stofunni að "tala saman"? Það hefur alltaf góð áhrif að velja tvo liti sem fara vel saman, en ekki bara velja liti sem fara vel hver í sínu lagi í eldhúsi og stofu. Með góðu samvali skapar þú samrýmingu á heimili þínu en afmarkar um leið einstök herbergi. Fáðu meiri innblástur hér.
- Finndu „fasta punkta“ heimilisins. Hugleiddu hvaða húsgögn, list, innréttingar, teppi o.s.frv. þú ert sérstaklega hrifinn af og vilt leggja áherslu á á heimili þínu. Til dæmis mun grágrænn vegglitur henta vel ef þú átt eitthvað með mjög grænum blæ - en mundu alltaf að huga að því hvaða undirtón er í litunum. Blár getur haft grænan undirtón. Grátt getur verið bláleitt á svip.
- Varist skarpar litaandstæður. Ef þú ert að íhuga áberandi lit eins og svartan, hvort sem um er að ræða húsgögn, tröppur, hurðir eða handrið, reyndu frekar gráan lit, sem skapar ekki svo sláandi andstæður. Dökkgrár litur er alveg eins góð andstæða við ljósið - en mun veita ánægjulegri upplifun fyrir augað.
- Leiktu með litavalið. Gefðu því sérstakan gaum hvaða liti þú heldur að geti virkað á heimili þínu.
- Kauptu eina eða fleiri litaprufur í næstu verslun okkar. Málaðu litasýnishornið á viðeigandi fleti. Gætið sérstaklega að því hvernig liturinn hegðar sér bæði í dagsbirtu og lýsingunni heima, litir breytast í mismunandi birtu. Ekki mála litaprufurnar hlið við hlið og helst í 50*50 sm fleti ef þú getur til að fá fulla upplifun á litnum.
- Talaðu við starfsfólk okkar um gljástig og hvaða rými þú ætlar að mála og finndu þá lausn sem hentar best þínum þörfum og þeim tilgangi sem rýmið hefur. En um mismunandi málningu er að ræða fyrir mismunandi rými.
Vonandi hefur þú nú fengið innblástur til að mála í litum heima hjá þér. Ef þig vantar frekari upplýsingar áður en þú ferð af stað skaltu heimsækja næstu Flügger verslun. Hæft starfsfólk okkar er tilbúið til að hjálpa þér.