Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar
Click & Collect
Frí heimsending við kaup yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar

Einstaklega mött og nýtískuleg vara.

Liturinn á veggnum er svo miklu meira en bara litur. Litur skapar andrúmsloft, vekur tilfinningar og mótar andblæ rýmisins.

Gljástigið sem valið er fyrir málninguna ræður einnig miklu um litinn.
Í seinni tíð hefur verið mikil eftirspurn eftir mattri málningu og það er ekki að ástæðulausu. Mött lokaáferð gefur glæsilegt og fágað yfirbragð. Mattur yfirborðsflötur bregst síður við birtu og breiðir betur yfir ójöfnur á vegg en málning með hærra gljástig. Lokaáferðin verður flauelsmjúk, hlýleg og vönduð.

Hjá Flügger höfum við lengi verið að þróa málningu með gljástigið 1. Sú vinna er nú komin á það stig að við getum boðið þessa vöru í þeim einstöku gæðum sem fyrirtækið okkar er rómað fyrir. Í þessu þróunarferli tókst okkur að búa til einstaklega matta málningu sem er sérlega auðvelt að þrífa og hefur sama styrk og endingu og málning með hærra gljástig.

 

Eiginleikar:

  • Hentar vel fyrir liti: Dregur fram liti á besta hátt og gefur veggjum og loftum dýpt.

  • Mött áferð: Hin ofurmatta áferð tryggir matt yfirborð, tilvalið fyrir rými þar sem óskað er eftir rólegu yfirbragði.

  • Ending: Þolir þrif, þar á meðal blettaþrif með mildum hreinsiefnum án slípiefna, auk mjúks bursta, vatns og klúts.

Ráðlögð notkun:

Dekso 1 Ultramat hentar vel í rými þar sem gerðar eru miklar kröfur um notagildi og fagurfræði og sem verða fyrir miðlungsmiklum óhreinindum og sliti. Má nota á yfirborð eins og steypu, sement, gifs, múrsteina og áður málaða fleti.

 

Tæknilýsing:

  • Þurrktími:

    • Snertiþurr eftir 1 klst. við 20°C

    • Yfirmálun: 4 klst. við 20°C

Dekso 1 Ultramat línan er þróuð fyrir viðskiptavini sem vilja fallegt, jafnt og ofur-matt yfirborð sem lágmarkar ójöfnur og endurkastar ljósi betur. Auðvelt er að þrífa hana, sem er yfirleitt ekki tengt við mött yfirborð, og auk þess er hún umhverfisvæn.

Nýjar bláar fötur – aukin sjálfbærni og snjallari skráning

Flügger skiptir úr hinum vel þekktu hvítu fötum yfir í nýjar bláar fötur úr endurunnu plasti. Nýju föturnar eru ekki aðeins umhverfisvæn lausn – þær bjóða einnig upp á hagnýta virkni fyrir fagfólk í málun.

Litaskiptin eru þó ekki tilviljunarkennd. Blái liturinn var vandlega valinn til að vera auðþekkjanlegur og líkur hinum vel þekkta ásýnd Flügger.

Á sama tíma marka fötururnar skref í átt að sjálfbærari framtíð. Þær eru framleiddar úr 55% endurunnu plasti – sem er liður í markmiði Flügger um að minnka kolefnisspor sitt og skapa umhverfisvænni vörur.

Með nýju bláu fötunum færðu því sömu miklu gæði og þú þekkir frá Flügger, um leið og þú styður við grænni og snjallari lausn.