Flügger 80

80 litir með tímalausri hönnun og samhljómun

Nýja litakortið samanstendur af 80 fallega samhljómandi litum sem styðja allir hvern annan. Ef þú velur einn eða fleiri liti úr kortinu er þér tryggð glæsileg og samræmd útkoma.

Skreyttu með Flügger 80

Með nýju Flügger 80 litunum færðu frelsi til að leika þér með mismunandi samsetningar og skapa rými sem endurspegla þinn einstaka stíl.

Sérvaldir Flügger 80 litir

1

Skoðaðu alla Flügger 80 litina

Kíktu hér

Hannað af þéttu samstarfi hönnunarteymis Flügger og litasérfræðinga

Nýja litakortið innanhúss er unnið í náinni samvinnu hönnunarteymis Flügger og litasérfræðinga. Flügger 80 litakortið er afrakstur blöndu af ítarlegri litaþekkingu, skapandi hæfileikum og ástríðu fyrir hönnun.

Með yfirgripsmikilli greiningu á litatísku, litastraumum og óskum neytenda hefur hönnunarteymi okkar hannað liti í tónum sem þykja bæði nútímalegir og bjóða uppá óendanlega möguleika. Ásamt þekkingu litasérfræðinga okkar á öllu frá gæðum litarefna til samspils litapasta og grunnstofna í litum hafa 80 litir verið búnir til með tímalausum gæðum í framúrskarandi þekju.

Talað um liti

Kynnstu fólki sem hefur valið sér liti úr Flügger 80 litakortinu á heimilin sín

1

Komdu í heimsókn til Freddie

Látleysi, fagurfræðileg skynsemi og mikil ást á endurnýtingu einkenna innanhússhönnun 111 fm íbúðarinnar í Kristjánshöfn.

Heimsækja Freddie

2

Komdu í heimsókn til Frederikke

Hér er vel ígrundað litaval sem passar vel saman og myndar bakgrunn fyrir fágaða innanrýmishönnun sem einkennist af fallegu og litríku handverki.

Heimsækja Frederikke

3

Komdu í heimsókn til Nicolai

Rólegir litir og handverk úr mörgum ferðum þeirra saman einkenna innréttingarnar og skapa glæsileika, sem og persónulegt andrúmsloft.

Heimsækja Nicolai

4

Komdu í heimsókn til Magnus

Þegar Magnús kom inn í nýju íbúðina sína við Søerne í Kaupmannahöfn í desember 2023 leið honum eins og hann hefði farið í tímavél.

Heimsækja Magnus

Bestu litagæðin

Allir 80 litirnir:
  • hafa lágt “metameri”, sem þýðir að þeir virðast nokkurn veginn eins, í mismunandi birtustigi þú horfir á þá.
  • er hægt að nota fyrir bæði inni og útimálningu, þar sem þetta eru léttir tónar, sem þýðir að liturinn endist lengi, jafnvel í sterku sólarljósi.
  • er byggt á VOC-fríum litarefnum. VOC merkir "rokgjörn lífræn efnasambönd" . Ef það er mjög hátt VOC innihald í málningu eða annarri vöru getur það verið skaðlegt umhverfi þínu - þar með talið heilsu. Rokgjörn, lífræn efnasambönd losa efni sem skemma og eyða ósonlaginu í andrúmsloftinu en stuðla jafnframt að myndun misturs loftmengunar, þ.e. mengunarmóðu.
Veldu málningu fyrir nýju litina - Dekso 1 Ultramatt

Til að fá sem bestu útkomuna mælum við með Dekso 1. Ofurmatta loft og veggjamálningin okkar með endurskinslausri áferð, sem þýðir að það er ekkert endurkast á ljós og tryggir í leiðinni fullkomna litaupplifun. Málningin er bæði þrifheldin og slitþolinn þannig að liturinn lítur fallega út í langan tíma.