Fljótandi samflot á milli inni– og útirýma

Með réttu lita og vöruvali getur þú boðið nátturinni inn og skapað fljótandi samflot á milli inni- og útirýma

Hleyptu birtunni inn

Kröfurnar í nýbyggingum hafa farið í gegnum miklar breytingar síðustu ár. Í dag vilja margir miklalofthæð, stóra glugga og opin rými. Í eldri húsum er mikið um að veggir séu teknir niður til að koma þeim breytingum inn.

Náttúruleg birta er ekki bara næring fyrir sálina heldur hefur hún líka mikil áhrif á upplifun okkar á litunum á veggjunum. Birtan hér er kaldari í undirtónum en það sem við sjáum oft sunnar í Evrópu.

Umhverfið fyrir utan hefur líka mikil áhrif. Sólin skín úti sem skín svo inn á heimili okkar. Þú gætir því viljað hugsa um einmitt það; hvað sérðu úti?

Notaðu nátturuna og litina hennar

Litir náttúrunnar eru oft tengdir litum sem eru kallaðir norrænir litir og það er góður grunnur að byrja á. Við þekkjum það að njóta náttúrunnar til að hlaða okkur. Það sama þurfum við að geta gert heima fyrir.

Góður upphafspunktur er því að fá í raun að fá litainnblástur frá náttúrunni. Það getur verið í formi laufblaða, skógarbotns, mosa, himins, sjávar eða trjáa. Maður getur líka farið í spennandi veggfóður. Mörg veggfóðursöfn eru byggð á eðli margra plantna og þeirra útliti. Svo er hægt að velja veggliti úr veggfóðrinu sem gefur frábæra heildarupplifun á heimilinu. Litrófið er stórt og möguleikarnir margir.

Skapandi og náttúrlegir innanstokksmunir

Það eru ekki bara litir sem þú getur fengið innblástur af í náttúrunni. Eitthvað af fallegustu skrautmununum er líka að finna utandyra. Skreyttu til dæmis með plöntum eða tíndu kvisti, steina og mosa. Þú getur líka búið til þessa náttúru-innblásnu upplifun með því að koma með mismunandi viðartegundir í húsgögnin og skrautmunina., eða leggja flísar í sem eru í náttúrulegum stíl. Hér er það bara hugmyndaflugið sem setur takmörk!

Tengt efni

Flugger 80

Flügger 80

80 litir með tímalausri hönnun og samhljómun

Stór tíðindi - DEKSO AÏR

Ofnæmisvottuð veggjamálning

Flügger Dekso AÏR er ofnæmisvottuð málning fyrir þig sem verndar þig sérstaklega þegar þú málar. 

6 litir 6 týpur

Hittu 6 fallegar týpur sem hvert táknar einn af 6 nýju litunum okkar með persónuleika sínum. Við veitum þér sýnishorn af nýja Flügger 80 litaspjaldinu með fyrstu 6 litunum – sem eru til heiðurs mismunandi týpum.

Uppgötvaðu sex valda liti

Við kynnum 6 valda liti úr Flügger 80 litakortinu sem einkennast af sterkum tilvísunum í skandinavíska náttúru og fjölbreytileika hennar; djúpa skóga og fallegar strendur, kalda vetur og mild sumur.

“Það er ekkert í mínu lífi sem ég tek rosalega alvarlega."

Látleysi, fagurfræðileg skynsemi og mikil ást á endurnýtingu einkenna innanhússhönnun 111 fm íbúðarinnar í Kristjánshöfn.

Á heimili Frederikke eru engir hvítir veggir

Hér er vel ígrundað litaval sem passar vel saman og myndar bakgrunn fyrir fágaða innanrýmishönnun sem einkennist af fallegu og litríku handverki.