Evrópublómið



Blómið er opinbert umhverfismerki Evrópusambandsins.

Það var sett á laggirnar árið 1992 og í dag eru yfir 77.000 vörutegundir og þjónustur merktar Blóminu á evrópska efnahagssvæðinu. Evrópublómið er eitt af þeim umhverfisvottunum sem við treystum og auðveldar neytendum að velja vörur og þjónustu sem fara betur með bæði umhverfið og heilsu.

Með öðrum orðum þá veitir blómið neytendum, opinberum jafnt sem innkaupaaðilum einkafyrirtækja í Evrópu færi á að kaupa sannarlega umhverfisvænni vörur og þjónustu.

Í vottunarferlinu er allur lífsferillinn metinn; umhverfisáhrif af auðlindanýtingu, framleiðsla, flutningur og notkun.

Dæmi um blómsvottaðar vörur og þjónustu eru húsgögn, málning, eldhús- og klósettpappír, hótel, textíll og skór.

Viðmið Blómsins má nálgast hér.