Persónuverndarstefna

Viðskiptavinir og tilvonandi viðskiptavinir Flügger Iceland ehf

Okkur, sem ábyrgðaraðilum, er afar umhugað um persónuvernd. Við verjum þær persónuupplýsingar sem við vinnum með og göngum úr skugga um að við hlítum hinum íslensku persónuverndarlöggjöf.

Við veitum þeim einstaklingum sem við vinnum með persónuupplýsingar um ('hinum skráðu') upplýsingar um vinnsluna og um réttindi þeirra.

Þessi persónuverndarstefna lýsir vinnslu okkar á persónuupplýsingum um fyrrverandi, núverandi og tilvonandi viðskiptavini okkar.

Hver erum við – og hvernig má ná sambandi við okkur

Heiti og samskiptaupplýsingar ábyrgðaraðilans:

Flügger Iceland ehf 
Stórhöfða 44 
IS-110 Reykjavík 
kt. 560801-2970 
Sími: +45 70 15 15 05 
Netfang: legal@flugger.comgdpr@flugger.com 
Veffang: www.flugger.com

Samskipti vegna persónuverndarmála:
Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum skaltu ekki hika við að hafa samband við lögfræðideild okkar með því að nota samskiptaupplýsingarnar hér að ofan.

Vinnsla okkar á persónuupplýsingum

Tegundir persónuupplýsinga
Þær persónuupplýsingar sem við vinnum um þig kunna að innihalda:

Upplýsingar um núverandi og fyrrverandi viðskiptavini
Almennar upplýsingar, þar á meðal

 • Auðkenningarupplýsingar, þar á meðal nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang
 • innkaupasaga
 • greiðslusaga og greiðsluupplýsingar, auk tekjuupplýsinga og upplýsinga af skattframtölum í tengslum við greiðslumat vegna lánveitinga til þín
 • samskiptasaga
Kennitala
 • kennitala í tengslum við greiðslumat vegna lánveitinga til þín, auk undirskrifta þinna á skjöl

Tilgangur og vinnsluheimild

Upplýsingavinnsla okkar þjónar eftirtöldum tilgangi:
 • Rekstur viðskiptamannakerfis, viðhald og utanumhald um samskipti við viðskiptavini
 • Tölfræðilegur tilgangur: Viðskipti greind og skýrslur gerðar með almennum upplýsingum um viðskiptavini.
Lagagrundvöllur upplýsingavinnslu okkar er eftirtalinn:
 • Lögmætisgrundvöllur vinnslu persónuupplýsinga um pantanir þínar og kaup, þar á meðal um afhendingu, viðskiptamannareikning og greiðslur, er að finna í 2. tl. 9. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, þar sem þessi vinnsla er nauðsynleg til að efna samning og til að gera ráðstafanir áður en samningur er gerður.
 • Þegar við vinnum með persónuupplýsingar í samræmi við bókhaldslög eða skattalög þá er lögmætisgrundvöllur slíkrar vinnslu 3. tl. 9. gr. persónuverndarlaga, þar sem kveðið er á um að vinnsla sé nauðsynleg til að fullnægja lagaskyldu sem hvílir á ábyrgðaraðila.
 • Vinnsluheimild annarra almennra persónuupplýsinga er að finna í 6. tl. 9. gr., þar sem veitt er stoð fyrir vinnslu sem sé nauðsynleg vegna lögmætra hagsmuna nema hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi hins skráða sem krefjast verndar persónuupplýsinga vegi þyngra. Þeir lögmætu hagsmunir sem eru hér í húfi eru hagsmunir Flügger af því að fá að kynna starfsemi sína og veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu og tilboð í samræmi við væntingar og óskir þeirra.
 • Um miðlun umræddra persónuupplýsinga fer eftir ákvæðum persónuverndarlaga og annarra laga. Sérhver slík miðlun mun einungis fara fram að undangengnu mati okkar á hver sé vinnsluheimild fyrir slíkri miðlun, svo sem hvort þörf sé á upplýstu samþykki eða hvort lagaheimild eða -skylda veiti vinnslunni lögmætisgrundvöll.
 • Þegar við miðlum viðskiptamannaupplýsingum innan Flügger stamstæðunnar í markaðssetningartilgangi þá gætum við sérstaklega að því að fara að þeim lagaákvæðum sem gilda um slíka vinnslu, þar á meðal um að tryggja rétt þinn til að andmæla slíkri vinnslu. Við vinnsluna förum við að skilyrðum 6. tl. 9. gr. um að gæta að því að hagsmunir eða grundvallarréttindi og frelsi hins skráða sem krefjast verndar persónuupplýsinga vegi ekki þyngra en þeir lögmætu hagsmunir sem vinnslan byggir á. Þeir hagsmunir eru framangreindir hagsmunir Flügger af að fá að kynna starfsemi sína og veita viðskiptavinum sínum góða þjónustu og tilboð í samræmi við væntingar og óskir þeirra.
 • Tölfræðitilgangur: Lögmætisgrundvöll fyrir vinnslu sem fer eingöngu fram í tölfræðitilgangi er að finna í fyrri hluta 5. tl. 9. gr. persónuverndarlaga, sem veitir heimild til vinnslu persónuupplýsinga sem nauðsynleg vegna verks sem unnið er í þágu almannahagsmuna. Einungis er unnið með upplýsingar sem nauðsynlegar eru vegna viðkomandi viðfangsefnis tölfræðirannsóknarinnar og þær eru ekki notaðrar í öðrum tilgangi en tölfræðilegum.

Flokkar viðtakenda

Við miðlum persónuupplýsingum til þessara tegunda af viðtakendum:
 • Bankar vegna meðferðar á greiðslum
 • Innheimtu- og fjárhagupplýsingastofur vegna greiðsludráttar á lánum eða lánaumsókna
 • Skattyfirvöld og önnur yfirvöld vegna ýmiss konar tilkynningarskyldu
 • Önnur félög í Flügger samstæðunni vegna samræmdrar markaðsstarfsemi hennar, í samræmi við reglur þar um
 • Vinnsluaðilar okkar á grundvelli vinnslusamninga.

Eyðing

Við eyðum persónuupplýsingum um þig þegar þeirra er ekki lengur þörf. 

Flügger fer að kröfum bókhaldslaga um vistunartíma bókhaldsgagna. Öðrum upplýsingum eyðum við að fimm árum liðnum frá lokum þess árs þegar viðskiptasambandi lauk. Vistun fram að því tímamarki fer fram í þeim tilgangi að tryggja rétta meðferð upplýsinga um viðskiptavini sem taka á ný upp viðskiptasamband við okkur, kvartana og krafna vegna ábyrgðar, auk þess að gera okkur kleift að standa við aðrar slíkar skyldur sem hvíla á okkur.

Við förum að ákvæðum neytenda-, persónuverndar- og fjarskiptalaga og fylgjum góðum viðskiptaháttum um vistun og aðra vinnslu upplýsinga um hugsanlega framtíðarviðskiptavini okkar í markaðssetningartilgangi.

Réttindi þín

Þú nýtur ýmiss konar réttinda að lögum í tengslum við vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig.

Ef þú vilt nýta réttindi þín skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur. Sjá samskiptaupplýsingar okkar í upphafi þessa skjals.

Ef þú vilt aðgang að upplýsingum um þig, breyta þeim eða eyða, eða ef þú vilt andmæla vinnslu okkar, munum við kanna hvort hægt sé að verða við því og bregðast við beiðni þinni eins fljótt og mögulegt er og allt einu innan mánaðar frá því að við fengum staðfest að þú hefðir borið upp slíka beiðni. 

Réttindin þín

 • Réttur til að sjá persónuupplýsingar (aðgangsréttur): Þú átt rétt á aðgangi að þeim persónuupplýsingum sem við vinnum með um þig og margar aðrar upplýsingar.
 • Réttur til leiðréttingar (breytingar): Ef þú telur að persónuupplýsingar sem við vinnum með um þig séu ónákvæmar átt þú rétt á að þær verði leiðréttar. Vinsamlegast hafðu samband við okkur og segðu okkur frá því í hverju ónákvæmnin er fólgin og á hvaða veg megi lagfæra upplýsingarnar. Við munum þurfa að taka afstöðu til þess hvort við teljum að beiðni þín sé réttlætanleg. Þegar þú hefur samband við okkur til að óska eftir að persónuupplýsingum um þig verði breytt eða eytt munum við kanna hvort beiðnin uppfylli viðeigandi skilyrði og ef svo er munum við breyta eða eyða upplýsingunum eins fljótt og unnt er.
 • Réttur til eyðingar: Við eyðum jafnan persónuupplýsingum þegar þeirra er ekki lengur þörf. Við sérstakar aðstæður átt þú rétt á að við eyðum upplýsingum áður en almennt viðmiðunartímamark okkar fyrir eyðingu er runnið upp. Þetta á við er, til dæmis, þú afturkallar samþykki þitt fyrir vinnslu og engin önnur vinnsluheimild er fyrir viðkomandi vinnslu persónuupplýsinga. Ef þú telur að persónuupplýsinga þinna sé ekki lengur þörf í þeim tilgangi sem þeirra var upphaflega aflað í getur þú óskað eftir að þeim verði eytt. Þú getur einnig haft samband við okkur ef þú telur að unnið sé með persónuupplýsingar þínar í trássi við sett lög eða aðrar réttarreglur.
 • Réttur til takmörkunar vinnslu: Ef þú hefur uppi ágreining um vinnslu okkar á persónuupplýsingum um þig getur þú jafnframt óskað eftir því að við takmörkum
  vinnsluna þar til tækifæri hefur gefist til að skera úr um réttmæti vinnslunnar. Þú getur einnig farið fram á takmörkun vinnslu ef þú telur vinnsluna ólögmæta eða að við þurfum ekki lengur upplýsingarnar þínar eða ef þú telur að einkalífshagmunir þínir vegi þyngra en þeir lögmætu hagsmunir ábyrgðaraðila sem vinnslan byggir á. Ef niðurstaðan verður sú að þú hafir haft rétt fyrir þér um að takmarka bæri viðkomandi vinnslu þá megum við í framtíðinni einungis vinna með upplýsingarnar á grundvelli samþykkis þíns; til að stofna, hafa uppi eða verja réttarkröfur; til að verja brýna hagsmuni einstaklings; eða í þágu almannahagsmuna.
 • Réttur til að flytja eigin gögn (flutningsréttur): Þú átt rétt á að fá persónuupplýsingar sem þú hefur gert okkur aðgengilegar og persónuupplýsingar sem við höfum safnað um þig annars staðar frá með þínu samþykki. Ef við vinnum með persónuupplýsingar um þig á grundvelli samnings við þig átt þú einnig rétt á að fá þær upplýsingar. Þér er einnig heimilt að flytja þessar upplýsingar til annars þjónustuveitanda eða óska eftir því að við sendum þær beint til annars fyrirtækis eða stjórnvalds. Ef þú ákveður að nýta flutningsrétt þinn munum við afhenda persónuupplýsingar þínar á algengu og tölvulesanlegu sniði.
 • Réttur til andmæla: Þú hefur rétt á að andmæla vinnslu okkar á persónuupplýsingum þínum. Þér er einnig heimilt að andmæla notkun eða miðlun okkar á persónuupplýsingum þínum í markaðstilgangi. Þú getur notað samskiptaupplýsingar okkar í upphafi þessar persónuverndarstefnu til að senda okkur andmæli þín. .Ef þau eru réttmæt munum við ganga úr skugga um að vinnslunni verði hætt.
 • Réttur til að fá að vita af vinnslu í nýjum tilgangi: Ef við hyggjumst nýta persónuupplýsingar um þig í öðrum tilgangi en við höfum áður tilkynnt þér um, t. d. í þessari persónuverndarstefnu, þá átt þú rétt á að vera tilkynnt um það áður en við vinnum upplýsingarnar frekar í hinum nýja tilgangi.
 • Réttur til að afturkalla samþykki þitt: Ef vinnsla okkar á persónuupplýsingum um þig byggir á samþykki þínu þá átt þú rétt á að afturkalla það samþykki hvenær sem er. Ef þú afturkallar samþykki þitt er okkur óheimilt að vinna frekar með persónuupplýsingarnar í þeim tilgangi. Afturköllun samþykkis þíns hefur ekki áhrif á lögmæti þeirrar vinnslu sem fram fer fram að afturköllun. Ef við höfum aðra vinnsluheimild en samþykki til að byggja vinnslu persónuupplýsinganna á – t.d. lagaskylda til vistunar gagna samkvæmt ákvæðum bókhaldslaga – kann slík vinnsla samt sem áður fara fram.
Ef þú ert ekki sátt við viðbrögð okkar eða við þá vinnslu sem hefur átt sér stað með persónuupplýsingar þínar getur þú kvartað til Persónuverndar.

Þú finnur samskiptaupplýsingar Persónuverndar á vefsíðunni www.personuvernd.is.

Version 1.1 | Oktober 2018

Uppfært samþykki