Click & collect
Frí frakt yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar
Click & collect
Frí frakt yfir 10.000 kr.
Afhendingartími 1-5 virkir dagar

Penslar fyrir tréverk

Málun tréverks getur bæði snúist um nákvæmnisvinnu á smærri flötum og málun stærri flata þar sem langar strokur og afköst skipta meira máli. Þess vegna er mikilvægt að velja góðan pensil sem hentar í þá tegund vinnu sem fyrir liggur. Þegar mála á stóra timburfleti eins og timburklæðningu utan á húsi, grindverk, sólpall o.þ.h. getur komið sér vel að vera með breiðan pensil sem tekur í sig mikið af málningu eða viðarvörn. Þannig má bæði flýta fyrir og auðvelda sér verkið. Ef um er að ræða minni fleti, eins og t.d. garðhúsgögn, trélista o.þ.h. getur hentað betur að nota minni pensil sem auðveldar þér að ná góðri áferð á litlum flötum og í erfiðum hornum o.þ.h.
9 vörur
Ovalpensill High Finish - 100% FSC - Flügger
Frá 3.090 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Flatur Pensill High Finish - 100% FSC - Flügger
Frá 3.190 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Pro Finish Fasadupensill 1285 - Flügger - 100% Endurunnin Plast
Frá 2.990 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Vinklaður Fasadupensill - 100% Endurunnin Plast - Flügger
Frá 1.640 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Fasadupensill Non Drop - Flügger
Frá 1.790 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Flatur Pensill Super Finish 1895 - Flügger
Frá 1.390 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Ská Flatpensill Super Finish - Flügger
Frá 2.090 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Non Drop Pensill 1500 - Flügger
Frá 769 kr./stk.
+ mögulegur sendingarkostnaður
Sýni 9 vörur af 9

Penslar sem henta á tréverk

Málun tréverks getur bæði snúist um afköst á stórum svæðum eins og timburklæðningu utan á húsi, og nákvæmnisvinnu, t.d. á garðhúsgögnum og gluggalistum. Veldu góðan pensil, með hliðsjón af því verkefni sem fyrir liggur. Með því að velja réttan pensil má spara sér mikinn tíma, auðvelda sér vinnuna og hámarka líkur á fallegri áferð.

Þessir penslar henta á tréverk:

  • Flatur pensill
  • Útipensill / Kústpensill
  • Hringpensill
  • Skáskorinn pensill

Útipensill / Kústpensill

Kústpensill eða útipensill er stór og breiður pensill sem hentar vel til að mála stóra fleti. Hentar þannig vel í málun eða viðarvörn, t.d. á sólpalla, skjólveggi eða utanhússklæðningar úr timbri. Pensillinn tekur í sig mikið efni og getur þannig auðveldað og flýtt fyrir verkinu. Gott er að nota kústpensil á stóra timburfleti en hafa jafnframt minni pensil við hendina til að ná til minni svæða og svæða þar sem meiri nákvæmni er krafist.

Flatur pensill

Flatur pensill er góður alhliða pensill sem hentar í flestar gerðir málningarvinnu, þ.m.t. málun tréverks. Hann tekur í sig mikið af málningu og skilar góðri áferð. Flatur pensill hentar vel á tréhúsgögn, panelklæðningar, karma, lista og annað tréverk innandyra sem utan.

Hringpensill

Hringpensill hentar vel til að bletta og í smáviðgerðir á tréverki, bæði innandyra og utan. Hringpensill getur hentað vel til að mála húsgögn eða í nákvæmnisvinnu, t.d gluggapósta og hurðakarma.

Skáskorinn pensill

Skáskorinn pensill hentar sérstaklega vel í nákvæmnisvinnu. Með skáskornum pensli er auðveldara að mála beinar línur. t.d. í skurði meðfram hornum, hurðum, gluggum eða gólfum. Eins hentar vel að nota skáskorinn pensil í fínvinnu á tréverki utandyra eða til að mála tréglugga og hurðir.