Kynnumst Maríu Gomez

Í samstarfi við Maríu Gomez og Þóru Birnu höfum við sett saman litakortið Heima med Flügger. Hér færðu að kynnast Maríu betur og litavalinu hennar þar sem hún skapar persónulegan stíl á sínu fallega heimili.

1. Segðu okkur aðeins frá bakgrunninum þínum

Ég á og rek samfélagsmiðlana Paz.is þá bæði heimasíðu og Instagram þar sem ég sýni frá einföldum ráðum við að breyta heimilum og gef einnig upp einfaldar og góðar uppskriftir. Heimilið er meira í fókus á Instagram miðlinum mínum meðan maturinn fær meira vægi á vefsíðunni, en þar eru einnig að finna góð ráð eins og hvernig á að lakka eldhúsinnréttingu, innihurðir, hvaða málningu og efni ég nota ásamt ýmsum fleirum sniðugum innanhúsráðum. Ég hef alltaf haft mikin metnað í að gera heimili mín falleg og að griðarstað þar sem öllum líður vek. Árið 2011 keypti ég mína fyrstu eign sem ég gerði upp að mínum hætti, svo höfum við Ragnar Már maðurinn minn gert upp aðra íbúð saman og 2 stór hús. Ég elska allt sem er innahústengt en kýs að fylgja ekkert endilega straumum og stefnum nema upp að vissu marki en mér finnst gaman að setja minn eigin brag á heimili okkar. 

2. Hefur þú alltaf haft áhuga á innanhússhönnun?

Kannski ekki beint innanhúshönnun sem slíkt, ég hef lítið verið að snobba fyrir hönnunarvörum þó mér þyki alveg gaman að eiga slíkt líka. Ég þarf ekkert endilega að eiga það dýrasta og flottasta heldur legg ég meiri áherslu á að gera bara það sem mér þykir fallegt. Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á því að gera fallegt í kringum mig og að gera gamlar lúnar eignir upp.. Ég er því afar heppin að eiga handlaginn mann og vera líka mjög verkleg og handlaginn sjálf, en ég veigra mér ekkert undan þvi að bora, tengja ljós, mála eða hvað sem til þarf.

3. Hvar færðu innblástur fyrir heimilið þitt?

Hér og þar, t.d á pinterest og ég elska að fá innblástur á fallegum erlendum Instagram reikningum.

4. Hvað er mikilvægt þegar breyta á húsi í heimili?

Að gera heimilið að sínu, ekki vera að reyna of mikið að hafa það sem er akkúrat inn í dag því það mun koma til með að detta svo úr tísku. Tímalaus og persónulegur stíll er það sem ég myndi ráðleggja fólki að hafa á bakvið eyrað þegar það er að skapa sér heimili. Einnig finnst mér mikilvægt að leyfa börnunum að vera með í ráðum hvað varðar herbergin þeirra, fá hugmyndir af litum og þema, eins og áhugamáli sem dæmi. Svo reyni ég að skapa þeim herbergi í kringum það sem þau höfðu í huga og gera það sambærilegt þeim stíl sem er í húsinu. Herbergin eru  þeirra griðarstaður og því finnst mér mikilvægt að þau passi við áhugmál þeirra og persónuleika svo þeim liði sem allra best í herbergjum sínum.

5. Hvaða breytingar gerðu þið þegar þið tókuð húsið í gegn? Hvað var ykkur mikilvægt? 

Fegurð og þægindi í senn. Við ákváðum sem dæmi að hafa bara flesta veggi í alrýmum hvíta því litir koma svo oft inn í vissan tíma og detta jafnhraðan út. Hvítt er samt ekki sama og hvítt fyrir mér en ég vil hafa sem minnst gultóna í hvítum litum og því hannaði ég Paz hvítan með Flügger sem er afar fallegur. Hann er eins og ég hef oft lagt áherslu á skjannahvítur og birtir allt svo fallega upp. Eins og ég nefni að ofan reyndum við að velja flest sem tímalausast eins og innréttingar og gólfefni, eitthvað sem hefur staðist tímans tönn í gegnum árin. Parket í fiskibeinamynstri sem hefur verið til lengi til og datt  aftur inn núna síðustu árin í innanhúshönnum, en þar sem ég hef alltaf verið hrifin af slíku parketi ákvað ég að velja þannig gólfefni. Eins með eldhúsinnréttinguna, við völdum okkur alveg eins innréttingu og við höfðum verið með á öðrum stað sem við bjuggum á og var sett upp árið 2006 í því húsi. Sú innrétting hefur heldur betur staðist tímans tönn og rokselst enn þann daginn í dag, enda með eindæmum fögur, þægileg og tímalaus.

6. Þegar þú velur liti, hvað skiptir þig mestu máli?

Að mér og fólkinu mínu  líði vel innan um þá liti sem er valdir á heimilið. Ég t.d. málaði einu sinni allt svart heima hjá mér því það var ofsa mikið inn og mér þykir það afar smart hjá  öðrum, en mér leið alls ekki vel innan um svo dökkan lit og yfir höfuð í dökkum rýmum. Mildir og bjartir jarðtóna litir er meira fyrir mig og láta mér líða vel og þess vegna vel ég oft liti eftir því hvernig þeir láta mér líða fremur en eftir hvað er í tísku hverju sinni.

7. Þegar þú valdir litin fyrir alrýmið, hvaða kröfur varstu með?

Að hann myndi birta upp alrýmið hjá mér og að hann væri í alveg rétta tóninum. Skjannahvítt eða beige komu bæði til greina en þar sem að húsið er ekki mjög bjart varð skjannahvíti Paz liturinn fyrir valinu og sé ég ekki eftir því enda birtir hann allt svo fallega upp og er svo hreinn og tær.

8. Hvað með litavalið fyrir hin rýmin, eins og til dæmis svefnherbergin?

Eins og ég nefndi fengu krakkarnir smá að vera með í ráðum, Reynir Leo sonur minn vildi brúnt herbergi og því varð Terracotta Light U-773 liturinn fyrir valinu sem er svona leirbrúnn, Mikael vildi grænt og fékk því Relaxed Green 4494 og þar sem Alba fékk að velja sér veggfóður á einn vegg valdi ég þann lit sem passaði best við mynstrið í veggfóðrinu og varð Misty Olive 4363 fyrir valinu. Okkar svefnherbergi fékk svo mildan grátóna grænan lit (4483) sem er afar róandi og fallegur. Allir þessir litir eiga það sameiginlegt að vera einstaklega jarðbundnir og ekki of skærir sem mér finnst mikilvægt þegar á að skapa afslappað og þægilegt rými.

9. Af hverju valdir þú málninguna sem þú valdir hjá Flügger?

Ég hef alltaf verið að leitast eftir alveg mattri málningu en ég hef alltaf elskað kalkmálninguna sem er svo mikið notuð í föðurlandinu mínu Spáni. Hins vegar hefur ekki verið mikið úrval af slíkri málningu hér á landi í gegnum tíðina. Það úrval sem var í boði hafði það orðspor á sér að vera skítsæl málning og erfitt að þrifa sem fældi mig frá enda kemur ekki slíkt til greina þegar maður er með fullt hús af börnum.  Þegar ég heyrði svo af Dekso 1 Ultramat málningunni var það fyrsta sem greip mig loforð um að hún væri afar auðveld í þrifum og það kæmu ekki blettir í hana þegar maður þurrkar af henni. Ég ákvað því að prófa og sé sko ekki eftir því en hún er bæði afar þykk og þekjandi og eins fýkur af henni skíturinn eins og var lofað. Dekso 1 Ultramat stenst því allar mínar væntingar. Það var svo ekki verra að við gátum notað hana bæði í loft og á veggina sem auðveldaði okkur málningarvinnuna til muna. Annað sem ég er nýbúin að komast að með Dekso 1 Ultramat er að hægt er að nota hana til að bletta í göt og sprungur langt eftir að upprunalega var málað án þess að það sjáist neinn litamunur.

10. Ertu með einhver ráð til þeirra sem eru að taka húsin sín í gegn?

Númer eitt, tvö og þrjú að gera fjárhagsáætlun. Fara eftir sínum persónulega smekk og ekki fylgja straumum og stefnum nema þá helst bara í skrautmunum, alls ekki innréttingum, gólfefnum og slíku. Og vera viðbúin því að það kemur alltaf eitthvað upp á í framkvæmdum. Oft kemur eitthvað í ljós sem ekki var búist við svo því er gott að hafa í fjárhagsáætlun lið um óvissu kostnað.

11. Myndir þú taka hús í gegn aftur?

Já alveg klárlega. Þegar maður er nýbúin í framkvæmdum þá hugsar maður aldrei aftur!! En svo erum við hjónin fljót að gleyma og komin í sama pakkann aftur áður en við vitum af.

Smelltu hér til að sjá nýja litakortið okkar Heima með Flügger
Smelltu hér fyrir innblástur frá
Maríu Gomez