Einstaklega mött og nýtískuleg vara.

Liturinn á veggnum er svo miklu meira en bara litur. Litur skapar andrúmsloft, vekur tilfinningar og mótar andblæ rýmisins.

Gljástigið sem valið er fyrir málninguna ræður einnig miklu um litinn.
Í seinni tíð hefur verið mikil eftirspurn eftir mattri málningu og það er ekki að ástæðulausu. Mött lokaáferð gefur glæsilegt og fágað yfirbragð. Mattur yfirborðsflötur bregst síður við birtu og breiðir betur yfir ójöfnur á vegg en málning með hærra gljástig. Lokaáferðin verður flauelsmjúk, hlýleg og vönduð.

Hjá Flügger höfum við lengi verið að þróa málningu með gljástigið 1. Sú vinna er nú komin á það stig að við getum boðið þessa vöru í þeim einstöku gæðum sem fyrirtækið okkar er rómað fyrir. Í þessu þróunarferli tókst okkur að búa til einstaklega matta málningu sem er sérlega auðvelt að þrífa og hefur sama styrk og endingu og málning með hærra gljástig.

Dekso 1 Ultramatt sameinar virkni og fallegt útlit, í einstökum gæðum sem hvergi er slegið af.

Kynntu þér Dekso 1 Ultramatt í næstu Flügger-verslun, eða á flugger.is.
• Ultramatt 100% akrýlmálning
• Gljástig 1
• Málning fyrir veggi og loft
• Sérlega slitþolið yfirborð

Skoðaðu Dekso 1 litakortið hér