Meðhöndlun timburs – gagnvarið og ómeðhöndlað
Þarf að meðhöndla yfirborð á gagnvörðu timbri?
Ekki þarf að meðhöndla yfirborð á gegndreyptum viði jafn oft og á öðrum viði. Það getur samt sem áður verið gott að nota viðarvörn þar sem hún eykur enn vatns- og rakaþol viðarins.
Það er mjög mikilvægt að byrja ekki að bera viðarvörnina á fyrr en viðurinn er alveg þurr. Þiljur er yfirleitt hægt að viðarverja þremur til fjórum vikum eftir gegndreypingu.
Hvernig á að fara með ómeðhöndlaðan við:
Íslensk veðrátta getur verið óvægin. Þess vegna er mikilvægt að viðarverja tréverk á fullnægjandi hátt svo það þoli veður og vind. Hér má finna leiðbeiningar um grundvallarvörn fyrir ómeðhöndlaðan við utandyra.
Nýr og hreinn viður lítur ótrúlega vel út - en þarfnast reglubundinnar umhirðu til að hann haldi sér.
Sumar viðartegundir eru svo sterkar að þær þola veðrun árum saman án þess að þær láti mikið á sjá, en flest tréverk utandyra þurfa svolitla aðstoð til að þola veður, vind, sól og rigningu.
Ef ekki er hugsað vel um tréverkið dofnar liturinn og viðurinn lætur á sjá. Einnig er hætta á að viðurinn fúni og þá þarf að skipta um hann.
Því skaltu ávallt ganga úr skugga um að bera að minnsta kosti eina umferð af viðarvörn á nýtt og ómeðhöndlað tréverk til að verja það gegn raka, þurrki, sveppagróðri og meindýrum. Þetta er verkefni sem þú þarft enga aðstoð við, svo framarlega sem þú vandar til verka.