Flügger og umhverfið

Flügger er á mikilli vegferð til að verða umhverfisvænn framleiðandi málningar. Við trúum á gildi þess að varðveita og endurnýta frekar en að henda og kaupa nýtt. Þess vegna þróum við hágæða vörur sem fegra, endurnýja og lengja líftíma veggja, tréverks, húsgagna, húsa og margt fleira.

Í mörg ár höfum við lagt áherslu á að þróa fleiri og mildari vörur fyrir fólk og umhverfið og við tókum ákvörðun fyrir löngu síðan um að skipta út olíu- og leysiefnamálningu fyrir vatnsmálningu. Strax árið 1970 byggðum við verksmiðju í Kolding til að framleiða eingöngu vatnsmálningu og í dag er 99% af sölu okkar á málningu, viðarvörnum, kítti og öðrum blautvörum, til notkunar bæði inni og úti byggð á vatni. Yfir 80% varanna eru meira að segja vottaðar með annað hvort Svansmerkinu og/eða Evrópublóminu. En auðvitað stoppum við ekki hér – við höldum áfram ár frá ári að bæta umhverfis- og heilsuvænleika vara okkar.

Auk þess að vinna að því að draga úr umhverfis- og loftslagsáhrifum málningar okkar og tengdra vara, vinnum við einnig markvisst að því að bæta umhverfissnið umbúða okkar sem og málningarverkfæri okkar og fylgihluta. Til dæmis skiptum við plastmálningarfötunum okkar út fyrir fötur sem innihalda að minnsta kosti 50% endurunnið plast. Pappahlífar okkar, hræripinnar og meirihluti viðarpensla eru FSC-merktir og við framleiðum penslahandföng, málningarbakka o.fl. úr 100% endurunnu plasti.

Að sjálfsögðu vinnum við einnig að því að lágmarka umhverfis- og loftslagsfótspor verksmiðjanna okkar og leggjum sérstaka áherslu á að draga úr CO2 losun verksmiðjanna og magni frárennslisvatns, ásamt því að tryggja að eins mikið af úrgangi okkar og mögulegt er sé endurunnin.

Mikill metnaður fyrir málningu og umhverfi

Við hjá Flügger höfum mikinn metnað og vinnum á hverjum degi að því að ýta bæði okkur sjálfum og iðnaðinum í sjálfbærari átt.

Grænt markmið okkar fyrir árið 2030 er að:

  • framleiða 100% umhverfismerkta málningu
  • Nota 75% endurunnið plast í umbúðirnar okkar
  • vera með CO2-hlutlausa framleiðslu

Smelltu á www.flugger.com/koncern/csr ef þú vilt vita meira um sjálfbærnivegferð okkar.

Umhverfismerki og vottanir í Flügger

Sjálfbær nýsköpun

Starf okkar með sjálfbæra nýsköpun á rætur að rekja til löngunar til að draga úr notkun okkar á hráefnum úr jarðefnaeldsneyti og nota þess í stað hráefni sem eru lífræn og/eða endurunnin. Tilgangurinn er að minnka CO2 fótspor málningarinnar sjálfrar. Það þarf að vera hægt að skjalfesta skerðinguna með vistferilsgreiningu og til lengri tíma litið þarf að vera hægt að útfæra lausnirnar víða á okkar sviðum.

Hraði þróunarinnar fer auðvitað eftir framboði á viðkomandi hráefni. Þetta á sérstaklega við þegar við kappkostum einnig að lífgrunduð hráefni séu 2. kynslóðar efni eins og úrgangsefni frá matvælaframleiðslu. Við viljum ekki nota hráefni sem eru eða geta verið notuð sem matvæli eða fóður.