Strong Finish fjölskyldan stækkar – PU lakk sem myndar sterka filmu & er val fagmannsins

Gera viðskiptavinir þínir og þú miklar kröfur um yfirburða útkomu og sérstaklega rispuþolið yfirborð á eldhúsinnréttingum, borðplötum, gluggakörmum, húsgögnum o.fl.? Þá er Flügger Interior Strong Finish línan augljós kostur.

Nýverið stækkaði sú lína og fæst nú í gljástigi 20 og 40 sem og öllum stofnum. Fyrst kom Strong Finish einungis í gljástigi 20, margir vilja hærri gljáa, þá er gljástig 40 líka í boði núna sem og í hvaða lit sem er.

Interior Strong Finish er Polyurethane lakk sem veitir fallega áferð sem er ætlað öllum sem gera miklar fagurfræðilegar kröfur til t.d. eldhúsinnréttinga, húsgagna og karma.

Það veitir sérstaklega rispuþolið og öflugt yfirborð, þannig að þú og viðskiptavinir þínir geta notað það í rýmum sem verða fyrir miklu álagi, eins og í eldhúsinu. Lakkið er sérlega auðvelt í vinnslu svo það er líka gaman að vinna með það.