Flügger kynnir nýtt litakort

Við erum stolt af því að geta loksins sagt ykkur frá því að Flügger er að setja á markað nýtt litakort innanhúss. Litakortið heitir Interior Color Collection og samanstendur af 4 mood, 18 harmoníum og 72 nýjum litum. Hvað þýðir það fyrir þig? Hér höfum við tekið saman yfirlit með gagnlegum upplýsingum og leiðbeiningum um hvernig litakortið nýtist í litaráðgjöf.

Flügger kynnir 72 nýja liti, en hvað þýðir það fyrir þig sem fagmann? 
 

 • Nýja litakortið gefur þér enn eina ástæðu til að velja Flügger fyrir verkefnin þín 
 • Þú munt hafa nýja, nútímalega liti til að bjóða viðskiptavinum, auk þeirra eru fleiri en 40.000 lita sem við getum nú þegar blandað fyrir þig 
 • Flügger leiðbeinir þér hvernig á að nota litakortið í þínu samtali við viðskiptavini þína 

Svona er litakortið byggt upp

1

4 MOOD

Með nýja litakortinu okkar viljum við auka vitund viðskiptavina okkar um liti, hugrænan ávinning þeirra og hæfni þeirra til að skapa stemningu. Til að auðvelda litavalið er litakortinu skipt í 4 MOOD: 
 

 • POSITIVE 
 • CALMING 
 • PERFORMANCE 
 • REFLECTIVE 
2

18 harmoníur

Innan hvers MOOD sem eru samtals 4 finnur þú nokkrar mismunandi harmoníur. Þessir litir hafa verið handvaldir og flokkaðir þar sem þeir fara sérstaklega vel saman og skapa samræmingu. Litasamböndin eiga að vera innblástur en líka öruggt val þar sem undirtónarnir leika saman í tengdum lögum sem skapar samræmi. 
Harmoníurnar eru nefnd eftir MOOD sem þú getur búið til með tónunum. Dæmi um harmoníur í POSITIVE MOOD: 
 

 • ENERGETIC 
 • OPTIMISTIC 
 • ADVENTUROUS 
 • CREATIVE 
 • PLAYFUL 
3

72 litir

Alls eru 72 nýir litir í Interior Color Collection litakortinu. Litirnir eru valdir í samstarfi við fyrirtækið PEJ Gruppen, sem er stærsti tískustrauma sérfræðingur Norðurlanda. Við völdum þessa liti með fagurfræði og tískustrauma í huga. Við höfum líka lagt áherslu á liti sem verkfæri til að skapa rými sem auka lífsgæði og almenna vellíðan.  
 
Allir litirnir eru nefndir eftir því hvaða harmoníu þeir tilheyra. Þetta aðstoðar við litavalið en þegar litir eru valdir saman sem tilheyra sömu harmoníu getur þú verið viss um að þeir tóna vel saman.  

Sneak peak: POSITIVE

Sem faglegur málari ertu sérfræðingur í málningu, verkfærum og notkunaraðferðum. Leyfðu Flügger að hjálpa þér í samtalinu við þína viðskiptavina um liti! 
 
Núna færum við þér sneak peak af 20 af nýju litunum, sem tilheyra POSITIVE mood. 20 POSITIVE litirnir okkar eru hannaðir til að hafa áhrif á viðskiptavini á upplífgandi hátt og auka bjartsýni á heimilinu. Litirnir hvetja til hreyfingar, virkni og nýrra hugsunar. POSITIVE litirnir eru því fullkomnir í herbergi eins og borðstofur, leikherbergi, eldhús, ganga eða tómstundaherbergi. 
 
Með harmoníunum ENERGETIC, OPTIMISTIC, ADVENTEROUS, CREATIVE og PLAYFUL getur þú verið viss um að undirtónarnir passi fullkomlega saman. 

Niðurtalningin er hafin

Við getum ekki beðið eftir að deila restinni af litakortinu með þér. Litakortin verða fáanleg hjá okkur í byrjun febrúar 2023.