Flutex Pro innimálning - yfirburða útkoma

Flutex Pro er vörulína sem er niðurstaða nýstárlegrar vöruþróunar á vinsælu Flutex vörulínunni – hönnuð sérstaklega til að mæta kröfum þeirra sem neita að gefa afslátt af lokaútkomu málningarverksins.

Vörulínan er 100% akrýlmálning sem hefur hámarks þekju og tryggir flotta, jafna áferð sem er auðveld í þrifum. Fyrir viðskiptavinin er það mikilvægast þegar mála skal loft og veggi. Vörulínan er að sjálfsögðu umhverfisvottuð.

Fyrir utan allt þetta getur þú glaðst yfir því að Flutex Pro auðveldar þér verkið því hún er auðveld í vinnslu. Vinnslutíminn er styttri án þess að afsláttur sé gefin af lokaútkomu.

Í stuttu máli: Með Flutex Pro línunni færðu loft og veggjamálningu sem byggir á nýrri tækni, það auðveldar málningarvinnuna og gefur enn betri niðurstöðu í verkið þitt.

Flutex Pro vörulínan er hönnuð með nýjustu tækni til að færa loft og veggjamálningu á næsta stig. Hönnunin skilar af sér vörulínu sem er í hæsta gæðaflokki og mætir þörfum fagmannsins um afköst og árangur þar sem lokaútkoman skilar flötum með hörðu yfirborði. Allar vörurnar eru með Svansmerkinu og Evrópublóminu, þannig að þú færð málningu sem raskar umhverfinu sem minnst og tryggir loftgæði.
1

Flutex PRO 5

  • Mött lofta- og veggjamálning
  • Myndar sterka filmu
  • Ein málning fyrir bæði loft og veggi
2

Flutex PRO 7

  • Þekur vel
  • Myndar sterka filmu
  • Þrifheldin
3

Flutex PRO 10

  • Mött veggjamálning
  • Sérstaklega sterkt yfirborð
  • Sérstaklega þrifheldin