Við kynnum með stolti nýtt sprautuspartl – Flugger Filler Perform

Efnið hefur fengið mjög jákvæðar undirtektir og okkar reyndustu og dyggustu spartlnotendur hafa gefið því frábæra einkunn.

Spartlið er ljósgrátt og breytir lit við slípun. Hentar til notkunar á steypta, hlaðna, gips- og áður málaða fleti.

Spartlið er svansvottað og hentar því vel í verkefnum þar sem gerð er krafa um gæðaefni sem uppfylla umhverfisstaðla nútímans.
  • Rennur vel í gegnum vélarnar
  • Lengri opnunartími
  • Þornar hratt og vel
  • Auðvelt að slípa (eins og gamla LSR)
  • Fyllir mjög vel
  • Skilar vatnsþolnara og sterkara yfirborði en áður
  • Rýrnar ekki né innfellur
  • Hægt að leggja þykkt ef aðstæður kalla á það