Svona velur þú rétta litinn fyrir tréverk utanhúss

Ert þú að leita að fullkomna litnum fyrir húsið eða sumarhúsið? Við höfum tekið saman nokkur góð ráð sem gæti verið gagnlegt að hafa í huga áður en þú byrjar.

Litakortin eru óteljandi, tískan breytist með hverjum árstíðaskiptum og það getur því verið snúið að finna fullkomna litasamsetningu fyrir þitt heimili. Við mælum með að þú hugir sérstaklega að tvennu: annars vegar heimilinu og umhverfi þess og hins vegar því hvernig við manneskjurnar skynjum liti.

Byggingarstíll og umhverfi

Heimilið sjálft og umhverfi þess hefur mikið að segja þegar velja á lit á hús að utanverðu. Það getur því verið gagnlegt að huga að arkitektúr hússins og byggingartímabili þess.

Með því að taka mið af arkitektúrnum sjáum við til dæmis að þegar á að mála hús í fúnkís-stíl, sem einkennist af beinum, einföldum línum, er fallegt að nota mattan, svartan lit, hvítan lit eða gráan lit, svo sem U-738 Dark Ebony. Ef húsið er í hefðbundnari stíl fer kannski betur að nota ljósbrúna litatóna, svo sem U-766 Sandstorm eða U-771 Grey Clay. Eða væri þitt hús enn fallegra í litum eins og U-744 Empire Yellow, U-530 Tiramisu eða U-779 Night Blue?

Ekki hika við að biðja starfsmann í Flügger-versluninni þinni um aðstoð við að finna réttu litina á þiljurnar, listana, grunnveggina, útidyrnar og allt hitt, til að skapa fallegt og heildstætt útlit.

Nánasta umhverfi hússins getur haft mikil áhrif á það hvernig við skynjum liti. Þetta er sérstaklega mikilvægt ef þú býrð á mjög grónu svæði, t.d. með miklum trjágróðri, og/eða svæði þar sem er mikil rykmyndun og mengun frá umferð. Þá gæti verið skynsamlegt að forðast mjög ljósa liti til að heildaryfirbragðið haldist fallegt lengur.

Þú ættir líka að fara í stutta skoðunarferð í kringum húsið og taka sérstaklega eftir því hvaða útlitsþáttum þú vilt halda óbreyttum. Stendur húsið þitt til dæmis þétt upp við næsta hús? Þá gæti verið sniðugt að taka mið af litavalinu á því húsi til að skapa samræmi og fallegan heildarsvip.

Skynjun lita

Vissir þú að litir virðast bæði bjartari og sterkari á framhlið húss en þeir sýnast vera á litakortinu? Þannig er það nefnilega, jafnvel þótt margir haldi hið gagnstæða. Við mælum því með að þú veljir lit sem virðist svolítið dekkri á litakortinu en liturinn sem þú vilt í raun. Það gæti líka verið skynsamlegt að forðast liti sem virðast mjög skærir á litakortinu og halda sig frekar við svolítið dempaðri liti. Það er vegna þess að þegar liturinn er kominn á vegginn virkar hann oftast sterkari, þannig að ljósgulur virðist skærgulur, en gulur litur með brúnum tónum virðist léttari og dempaðri gulur.

Við hjá Flügger mælum alltaf með því að gera litaprufur á nokkuð stórum fleti. Þetta á bæði við innanhúss og að utanverðu. Skynjun okkar á litum ræðst að miklu leyti af bæði nánasta umhverfi og birtu. Þess vegna er gott að fylgjast með því hvernig liturinn breytist á mismunandi tímum sólarhringsins og eftir umhverfisaðstæðum. Er liturinn jafn fallegur á drungalegum rigningardegi og hann er á sólskinsmorgni? Ef sú er raunin er þetta líklega rétti liturinn fyrir þig og þitt heimili.

Síðast en ekki síst er auðvelt að missa yfirsýnina, því það eru svo ótrúlega margir litir í boði. Og margir eiga erfitt með að sjá fyrir sér hvernig lítil litaprufa myndi koma út á heilum húsvegg. Ef þú kemur á heimili sem er málað í lit sem þér líkar við getur verið sniðugt að taka mynd til að fá innblástur. Hafðu líka auga með litunum á listum og grunnveggjum og taktu eftir umhverfi hússins. Þetta getur verið mjög gagnlegt þegar í málningarverslunina er komið og taka þarf endanlega ákvörðun um litavalið.

Skoðaðu litakort okkar fyrir útiliti hér