Pallurinn hreinsaður – skref fyrir skref

Hér koma einfaldar og ítarlegar leiðbeiningar um það hvernig á að hreinsa viðarpallinn og gera hann skínandi hreinan fyrir vorið.

  1. Fyrst þarf að fjarlægja óhreinindi af yfirborðinu, t.d. með spaða, kústi eða stífum bursta. Því næst er viðurinn skolaður vandlega með hreinu vatni. Gott er að nota grófan bursta eða bursta með vatnsflæði og skrúbba öll borðin vel til að fjarlægja lausa málningu eða annað efni. Ef viðurinn byrjar að lyftast upp á tilteknum stöðum við hreinsunina er hægt að slípa hann niður með sandpappír.
  2. Velja þarf rétt hreinsiefni eftir því hvers konar hreinsun er óskað eftir.
    1. Ef þú vilt losna við gróðurmyndun eða þörungavöxt úr pallinum þá hentar Facade Anti Green mjög vel. Efnið er borið á með pensli eða bursta þar til pallurinn er orðinn vel rakur. Leyfðu þörungahreinsinum að virka í 2–4 daga og gættu þess vel að fara eftir leiðbeiningunum sem fylgja með vörunni.
    2. Ef þú vilt þrífa almenn óhreinindi, gráma o.þ.h. þá hentar Fluren 37 Blandaðu efnið samkvæmt leiðbeiningunum sem fylgja vörunni og berðu það á með lágþrýstisprautu, pensli eða bursta. Ekki má bera á yfirborð sem sól hefur hitað. Eftir 5–20 mínútur skaltu skrúbba borðin vel með stífum bursta þar til öll óhreinindi hafa losnað af. Skolaðu með hreinu vatni til að fjarlægja allar sápuleifar. Bestur árangur næst með því að skola með háþrýstisprautu, ef undirlagið þolir slíkt.
    3. Ef þú vilt taka pallinn alveg í gegn og losna við gráma, mislitanir og gamlar viðarolíur úr honum þá hentar Terrace Cleaner mjög vel. Blandaðu efnið samkvæmt leiðbeiningunum sem fylgja vörunni og berðu það á með pensli eða bursta. Ekki má bera á yfirborð sem sól hefur hitað. Eftir 5–20 mínútur skaltu skrúbba borðin vel með stífum bursta þar til öll óhreinindi hafa losnað af. Gættu þess að efnið þorni ekki á meðan það er að vinna. Skolaðu með hreinu vatni til að fjarlægja allar sápuleifar. Bestur árangur næst með því að skola með háþrýstisprautu ef undirlagið þolir slíkt.
  3. Láttu viðinn þorna. Núna er hægt að meðhöndla veröndina með t.d. tréolíum í ýmsum litum.
  4. Leiðbeiningar um málningarvinnuna má finna hér.
  1.