Heima með Þóru Birnu

Velkomin(n) á heimili Þóru Birnu. Þóra Birna (@thorabirna) og eiginmaðurinn Níels byggðu draumahúsið sitt þegar fjölskyldan fór að stækka. Níels er málarameistari og ákvað að nota vörur frá Flügger fyrir allt heimilið, enda veit hann að þar er gengið að gæðum og endingu vísum. Þóra Birna hefur mikinn áhuga á innanhússhönnun og í sameiningu hafa þau hjónin búið sér gullfallegt heimili á Höfn í Hornafirði.

Veggir nýja heimilisins eru sannkallað listaverk. Hjónin völdu litaða spartlið KC14 í litnum Lava fyrir stofuna og eldhúsið. Aðrir fletir á heimilinu voru málaðir með mattri áferð í litnum 5376 Global Grey og það setur nútímalegan og fallegan svip á húsið. Stíllinn hjá Þóru Birnu einkennist af svörtum innréttingum og húsgögnum með fallegum skreytingalausnum. Brúni leðursófinn er fallegur miðpunktur sem tengir hönnunarhrifin saman og fer sérlega vel við fallegu litbrigðin í KC14.

Fyrir svefnberbergið völdu Þóra og Níels litinn IN-738 Green Shade 4. Þetta er dökkur, tímalaus og nútímalegur grænn litur sem skapar ótrúlega fallegan heildarsvip fyrir önnur rými heimilisins. Grænn er líka frábær litur fyrir svefnherbergi, því hann er sefandi og þægilegur fyrir augað. Þóra innréttaði herbergið með dökkum húsmunum og textíl úr velúr svo herbergið minnir á lúxushótelherbergi.

Þóra vildi hafa barnaherbergin litrík og gáskafull. Hún valdi litina No.61 Vineyard, 3403 og No.49 Siena Rose úr línunni Dekso 1 Ultramat því hún vildi lokaáferð sem væri slitþolin og auðvelt að þrífa. Þannig verða herbergin ekki aðeins virkilega falleg með möttum gljáa, heldur einnig hentug fyrir smáfólkið. Herbergin eru skreytt textílefni í stíl, og auðvitað alls kyns leikföngum, og eru dásamlegt leiksvæði fyrir börnin.