Austrið á Norðurlöndunum

Krista Elvheim er litaglaður og skapandi innanhúss- og blómahönnuður sem býr í Osló. Hún hefur farið margar ferðir til Marokkó og sótt þangað innblástur og fyllt „litabrunninn“ sinn af gullfallegum, brenndum litatónum. Nú hefur hún gerbreytt heimilinu með spartlmálningunni KC14 og Dekso 1 Ultramatt og litavali sem er innblásið af austrænum töfrum.

„Það er spennandi að vinna með litakort í brenndum og heitum litum, en oft er leyndarmálið að vinna með andstæða liti. Þá þarf kjark til að kanna hvort litir passa vel saman og færa þér góða upplifun,“ segir Elvheim. Hún kaus að nota litaða spartlið KC14 í Mustard, Warm Terracotta og Burgundy og finnst áferð vörunnar skila henni alveg glænýrri og skemmtilegri áferð miðað við venjulega málaða fleti.

„Þegar við veljum liti á heimilið þarf alltaf að nota hjartað en ekki höfuðið,“ segir hún. Kaldir fjólubláir og lavenderbláir tónar skapa dásamlegar andstæður við bæði KC14 Mustard í stofunni og KC14 Warm Terracotta í eldhúsinu

Fyrir loftin í stofunni og eldhúsinu skannaði hún litaprufur og fann samsvarandi litakóða til að skapa einstakan og heildrænan svip fyrir alla íbúðina. Loftin í íbúðinni eru máluð með Dekso 1 Ultramatt til að töfra fram matta og endingargóða áferð.