Verklýsingar

Gifsplötur, spörtlun samskeyta

Spörtlun á gifsplötum með pappaklæddum, niðurfelldum brúnum á lengdina
Spörtlun samskeyta á gipsplötum er í senn einfalt og flókið. Verkferlin eru í sjálfu sér einföld og auðveld en það krefst þó bæði þekkingar og verkkunnáttu að beita þeim við mismunandi kringumstæður, sem kunna að hafa áhrif á endanlega útkomu. Þessar verkleiðbeiningar varða gifsplötur með pappaklæddum, niðurfelldum brúnum á lengdina, en eiga einnig við um pappaklæddar brúnir skammhliða. 

Vinnunni við spartlið og lagningu í samskeytalímbandið má skipta í tvo áfanga, og hvor áfangi fyrir sig krefst mikillar nákvæmni, ef útkoman á að verða sem best. 
A. Spörtlun
B. Þornununarferli 

Spörtlun

Spörtlun og pappírslímband
1. Það er mikilvægt að bera spartlið vel inn í samskeytin og að nægilega mikið spartl sé borið á yfirborðið. 
2. Samskeytalímbandið er lagt upp að samskeytunum þannig að brotið falli að samskeytunum og límbandinu síðan þrýst niður í blautt spartlið.  
3. Um leið er spartl borið á með spaða yfir límbandið. Samskeytalímbandinu skal þrýsta svo þétt inn að þunnt lag af spartlefni þrýstist upp á límbandið að utanverðu. Hafið í huga að spartið undir samskeytalímbandinu verður að fá að þorna alveg áður en frekari meðhöndlun á sér stað.

Millispörtlun
4. Spartlað er aftur í samskeyti, prófíla og skrúfugöt og þegar yfirborðið er þurrt er það slípað.

Lokaspörtlun
5. Samskeyti, prófílar og skrúfugöt eru spörtluð einu sinni að lokum. Lokaspörtlun má framkvæma sem heilspörtlun allt eftir því hvaða kröfur eru gerðar um endanlegt útlit yfirborðsins. Flöturinn er síðan slípaður og er nú tilbúinn til frekari meðhöndlunar.

Skýringarmynd af ofangreindum verkferlum hér fyrir neðan:

SpartelLag
Verkferlin sem lýst er tryggja að samskeytalímbandið sé staðsett í spartllaginu miðju. Spörtlun með spaða  tryggir um leið að spartllímbandið verður rakt á yfirborðinu. Þetta lágmarkar hættuna á umframmagni af spartlefni við brúnir og hættuna á aðskilnaði yfirborðslags vegna of hraðrar þornunar.
           
Þornunarferli
Hitastig og loftraki við spartlvinnuna og meðan á þornun stendur  hafa afgerandi áhrif á endanlega útkomu. 

Það er mikilvægt við alla spartlvinnu, en þó sérstaklega við þornun, eftir að samskeytalímbandið hefur verið sett upp, að umhverfisskilyrði séu stöðug. Forðast skal sveiflur í hitastigi og gæta þess að loftið sé hvorki of þurrt og heitt, né of rakt og kalt. Gætið þess einnig að hitastig á yfirborðsfletinum sé hið sama og lofthitinn. 

Flügger mælir með því að spartlvinna sé framkvæmd við áskjósanlegustu eða ásættanlegar aðstæður. Ef slík vinna er framkvæmd við ófullnægjandi aðstæður eykst hætta á skemmdum.  
Skema_gipspladesamlinger_IS
Taflan sýnir ætlaðan þornunartíma og biðtíma milli umferða við mismunandi hita og rakastig. Uppgefin gildi geta verið mismunandi eftir spartlstegund og lagþykkt. Til að forðast rýrnun, að meðhöndlun lokinni, er lykilatriði að spartlefnið fái að þorna alveg á milli umferða.  

Dæmigerð vandamál sem orsakast af lágum  loftraka og háu hitastigi
1. Lokast fljótt, erfitt í meðförum
2. Gliðnun við brúnir
3. Flögnun
4. Sprungumyndun
5. Léleg viðloðun

Dæmigerð vandamál sem orsakast af háum loftraka og lágu hitastigi
1. Langur þornunartími
2. Blöðrur og misfellur á samskeytalímbandinu
3. Erfitt að slípa spartlið
4. Síðkomin rýrnun og spartlsamskeyti koma í ljós
5. Léleg viðloðun

Það hvernig spartlefnið er borið á, þornunarskilyrði og eftirmeðhöndlun hafa mikið að segja um það hvort endanleg útkoma stendur undir væntingum, en rétt framkvæmd við uppsetningu á gifsplötunum og uppbygging flatarins sem unnið er með hafa einnig veruleg áhrif. 

Ef einhver þessara skilyrða eru ófullnægjandi er veruleg hætta á skemmdum og kvörtunum.

Það er því lykilatriði að uppsetning á gifsplötunum sé í samræmi við leiðbeiningar og gæðastaðla framleiðenda. Komi til kvartana viðskiptavina mun Flügger leggja mat á öll gögn um uppbyggingu undirlags, uppsetningu á plötum og framkvæmd spartlvinnunnar. Þar með talið eru gögn þar sem fram kemur að spartlvinnan hafi verið framkvæmd við aðstæður sem samsvara uppgefnum gildum fyrir hitastig og loftraka.