Wood Seal

Wood Seal

Vörulýsing

Flügger Wood Seal er vatnsþynnt teygjanlegt kítti úr akrýlbindiefni sem er mjög þægilegt í vinnslu. Eftir þornun heldur kíttið góðu sveigjuþoli og getur lagað sig að rúmmálsbreytingum viðarins sem verða við breytt rakastig. Hægt að mála yfir. Ekki hægt að slípa. Skráð í Nordic Ecolabelling Building Products Database, sem er gagnagrunnur yfir efni sem leyfilegt er að nota í svansmerkt byggingarverkefni.
  • Teygjanlegt og hægt að mála yfir
  • Þægilegt í vinnslu
  • Kíttið er notað jafnt úti sem inni til að þétta og fúgufylla tré.

Fyrirkomulag - Notkun

Kíttið er notað jafnt úti sem inni til að þétta og fúgufylla tré. Hentar sérlega vel í sprungur í tréverki, panil, gluggakörmum o.þ.h. Undirlagið þarf að vera hreint, þurrt og traust. Grunnið nýtt eða ómeðhöndlað tré t.d. með Flügger Interior Wood Primer. Duftsmitandi og sandspartlaða fleti skal grunna t.d. með Flügger Forankringsgrund. Skerið framan af stútnum á túpunni og myndið gat í þeirri breidd sem hentar. Notið kíttisbyssu til að bera á og strjúkið yfir með röku verkfæri, t.d. pensli. Fúgur sem eru breiðari en 3 mm skal þétta með Flügger Easy Filler eða Flügger All Seal. Ef mála á yfir þarf að nota teygjanlega málningu sem þolir þensluna.

ábendingar

Sléttið fúguna eins fljótt og auðið er og áður en skán myndast á yfirborðinu. Sjá má upplýsingar á merkimiða og notkunarleiðbeiningar á "www.flugger.is"

Tæknilegar upplýsingar

Vara
Spartl og kítti
Þéttleiki (kg / lítra)
1,6
Massa %
0
Rúmmáls %
0
Min. +5°C
Yfirmálun
6
Fullharðnað
28
Rýrnun rúmmál (%)
15
Hreinsun verkfæra
Vatn

Geymsla: Geymist á köldum en frostlausum stað. Gætið þess að umbúðirnar séu vandlega lokaðar.

útgáfa

ágúst 2020