Vatnsfæla 40

VATNSF

Vörulýsing

  • Vatnsfæla 40 er mónósílan, uppleyst í terpentínu.
  • Hún smýgur auðveldlega í gljúpa fleti (steinsteypu, múrhúð o.fl.) og myndar þar, fyrir áhrif raka og hita, vatnsfælin efnasambönd sem hindra upptöku vatns án þess að skerða öndun (flutning raka á gufuformi).

Fyrirkomulag - Notkun

  • Efnið er borið á steinfleti til að gera þá vatnsfælna, oftast sem fyrsta aðgerð við málun nýrra steinveggja og steypuviðgerða, utanhúss.
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) óheflaðir fletir úti
2-4 m²/ltr fer eftir gleypni flatarins

Undirbúningur- fyrir meðferð

Undirlag
Undirlagið þarf að vera hreint, þurrt, traust og henta til grunnunar.

Borið á - meðhöndlun

Málun
Best er að úða Vatnsfælu 40 með lágum þrýstingi á flötinn þannig að fljóti vel á honum. Einnig er unnt að nota rúllur, pensla og kústa. Betra er að bera Vatnsfælu 40 á í tveimur umferðum en einni og þá er einn sólarhringur látinn líða milli umferða. Síðan skal bíða minnst einn sólarhring uns málað er yfir. Efnið er notað óþynnt.

Ráðlögð verkfæri
Sprauta, rúlla, pensill eða kústur

Notkunarhitastig
Minnst +5°C við vinnslu og þornun/hörðnun. Hámarksloftraki: 80% RF

Eftir meðhöndlun

Þurrktími við 20°C, 60% RF

Yfirmálun:
24 tímar

Hreinsun verkfæra
Mínerölsk terpentína

Góð ráð

  • Ef efnið berst á rúður skal hreinsa það burt með terpentínu.

ATH/Takmarkanir

  • Virka efnið er rokgjarnt. Því ber að forðast sólskin og vind þegar efnið er borið á.

Tæknilegar upplýsingar

Vöruflokkur
Mónósílan til inndreypingar.