Panellakk glært

Panel Lacquer Transparent

Vörulýsing

Flügger Natural Wood panellakk er glært lakk sem er sett á ljósar viðarþiljur. Þegar lakkið er komið á hrindir flöturinn frá sér óhreinindum og þolir létta hreingerningu. Lakkið er mjólkurhvítt á meðan það er blautt en þegar það þornar myndar það fallega, hálfmatta filmu sem er vart greinanleg og gulnar ekki
  • Myndar fallega, hálfmatta filmu sem er vart greinanleg og gulnar ekki

Fyrirkomulag - Notkun

Hentar vel á ljósar panilklæðningar á veggjum eða loftum, t.d. úr furu eða greni. Myndar filmu sem ver viðinn gegn óhreinindum og gulnun. Hentar vel á ómeðhöndlaðan við, lakkaðan við eða við sem hefur verið bæsaður. Hentar ekki þar sem gerð er krafa um mjög slitsterkt yfirborð eða þar sem búast má við beinu vatnsálagi.

Meðhöndlun

Undirlagið þarf að vera hreint, þurrt og traust. Nýjan við þarf að hreinsa til að tryggja að yfirborðið sé rykfrítt. Slípið yfir bletti og kvisti. Panilklæðningin þarf að vera þurr / rakahlutfallið í réttu hlutfalli við það umhverfi sem klæðningin er í áður en meðhöndlun með Flügger Natural Wood Panelhvid hefst. Tryggja þarf að viður sem áður hefur verið bæsaður eða lakkaður sé hreinn fyrir meðhöndlun. Fleti sem hafa verið útsettir fyrir nikótíni og sóti þarf að hreinsa mjög vandlega, og þrífa á eftir með hreinu vatni. Að því loknu þarf að tryggja að viðurinn fái tíma til að þorna vel þannig að rakahlutfallið sé í lagi áður en málað er. Mattslípið gljáandi fleti fyrir meðhöndlun. Hrærið efnið vel, bæði fyrir notkun og á meðan notkun stendur. Penslið efninu langsum eftir klæðningunni. Málið 1-2 panilborð í einu til að lágmarka hættu á penslaförum og tryggja að áferðin verði sem jöfnust. Ef efnið er borið á í fleiri en einni umferð þá er mælt með að slípa létt með fínum sandpappír á milli umferða. Fjarlægið slípiryk þannig að flöturinn sé rykfrír áður en hafist er handa við næstu umferð.

ábendingar

Lakkið mest 2 umferðir sama daginn.

Athugid

ATH. Þegar panilborð og líkir hlutir eru málaðir má búast við, að með tímanum komi í ljós ómálaður viður. Ástæðan fyrir þessu er að viðurinn dregst saman og þenst út við hita- og rakabreytingar, t.d. á veturna þegar loftraki er lítill.

Tæknilegar upplýsingar

Vara
Lakk
Gljái
20,Hálfmatt
Þéttleiki (kg / lítra)
1,04
Massa %
21
Rúmmáls %
19
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) ómeðhöndlaðir fletir inni
15
Min. +5°C
Snertiþurrt
1
Yfirmálun
4
Fullharðnað
28
þynning
Á ekki að þynna
Hreinsun verkfæra
Vatn

Geymsla: Geymist á köldum en frostlausum stað. Gætið þess að umbúðirnar séu vandlega lokaðar.

útgáfa

október 2020