Panellak, glært

PANELLAK

Vörulýsing

  • Vatnsþynnt lakk á ljósar viðarþiljur.
  • Flöturinn hrindir frá sér óhreinindum og þolir létta hreingerningu.
  • Flügger Natural Wood Panellak, glært er mjólkurhvítt meðan það er blautt, en verður gagnsætt og hálfmatt þegar það þornar.

USP/sérstakir eiginleikar

  • Myndar fallega, hálfmatta filmu sem er vart greinanleg og gulnar ekki

Fyrirkomulag - Notkun

  • Er notað á ljósar viðarklæðningar, t.d furu og greni, á loft og veggi, þar sem ekki er hætta á miklum óhreinindum.
  • Hentar vel á ómeðhöndlað tré, lakkað tré eða tré, meðhöndlað með Flügger Natural Wood trébæsi, þar sem óskað er eftir að verja flötinn með lakki sem ekki gulnar.
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) ómeðhöndlaðir fletir inni
15
Gljái
20 Hálfmatt

Undirbúningur- fyrir meðferð

Undirlag
Undirlagið á að vera hreint, þurrt og traust.

Hreingerning/Þvottur áður en málað er
Nýtt tré skal rykhreinsa. Áverkar og blettir slípaðir burt. Viðarklæðningin skal vera þurr og í rakajafnvægi við umhverfið áður en lakkað er með Flügger Natural Wood Panellak, glæru. Fleti sem hafa orðið fyrir mikill nikótín-og sótmengun þarf að hreinsa sérlega vel, þvo á eftir með hreinu vatni og láta þorna til að forðast flekki.

Borið á - meðhöndlun

Málun
Gljáandi fleti skal mattslípa. Hrærist fyrir notkun. Berið jafnt á með pensli í stefnu viðaræða. Lakkið 1-2 borð í einu svo skörun sjáist ekki. Eigi að bæta við einni umferð í viðbót skal millislípa með fínum sandpappír.

Ráðlögð verkfæri
Pensill

Notkunarhitastig
Minnst +5°C við vinnslu og þornun/hörðnun. Hámarksloftraki: 80% RF

Eftir meðhöndlun

Þurrktími við 20°C, 60% RF

Rykfrítt:
1 tími
Yfirmálun:
4 tímar
Fullharðnað:
Fleiri sólarhringa

Geymsla
Á köldum stað, þétt lokað, má ekki frjósa

Hreinsun verkfæra
Vatn.

Viðhald (þvottheldni, regluleg hreingerning)

  • Þiljur með þiljulakki eru hreinsaðar varlega með því að þvo þær með sápuvatni.
  • Viðhaldið eftir þörfum með Flügger Natural Wood Panellakki, glæru.

Góð ráð

  • Lakkið mest 2 umferðir sama daginn.

ATH/Takmarkanir

  • Þegar panilborð og líkir hlutir eru málaðir má búast við að með tímanum komi í ljós ómálaður viður. Þessu veldur að viðurinn dregst saman, t.d. á veturna þegar loftrakinn er lítill.

Tæknilegar upplýsingar

Vöruflokkur
Vatnsþynnt lakk
Massa %
21
Rúmmáls %
19