Panel Stain

Panel Stain

Vörulýsing

Flügger Natural Wood panelhvítt er hvítlitað vatnsþynnt þiljulakk sem notað er til að lýsa gulnaðan við. Gefur viðnum nýlegan blæ með hvíttaðri hálfþekjandi áferð, þannig að bygging og æðamynstur viðarins er áfram sýnilegt. Myndar filmu sem hrindir frá óhreinindum og þolir létt þrif. Berið sparlega á ef óskað er eftir mjög ljósri áferð. Eftir því sem borið er meira efni á þeim mun hvítari og meira þekjandi verður áferðin.
  • Skilar mattri, hvítskúraðri áferð.
  • Gefur viðnum fallegan hvíttaðan ljóma.
  • Bygging viðarins og æðamynstur er sýnilegt

Fyrirkomulag - Notkun

Hentar vel á ómeðhöndlaðar panilklæðningar á veggjum og loftum. Einnig yfir áður lakkaðan eða hvítbæsaðan við.

Meðhöndlun

Undirlagið þarf að vera hreint, þurrt og traust. Nýjan við þarf að hreinsa til að tryggja að yfirborðið sé rykfrítt. Slípið yfir bletti og kvisti. Panilklæðningin þarf að vera þurr / rakahlutfallið í réttu hlutfalli við það umhverfi sem klæðningin er í áður en meðhöndlun með Flügger Natural Wood Panelhvid hefst. Tryggja þarf að viður sem áður hefur verið bæsaður eða lakkaður sé hreinn fyrir meðhöndlun. Fleti sem hafa verið útsettir fyrir nikótíni og sóti þarf að hreinsa mjög vandlega, og þrífa á eftir með hreinu vatni. Að því loknu þarf að tryggja að viðurinn fái tíma til að þorna vel þannig að rakahlutfallið sé í lagi áður en málað er. Mattslípið gljáandi fleti fyrir meðhöndlun. Hrærið efnið vel, bæði fyrir notkun og á meðan notkun stendur. Penslið efninu langsum eftir klæðningunni. Málið 1-2 panilborð í einu til að lágmarka hættu á penslaförum og tryggja að áferðin verði sem jöfnust.

ábendingar

Hafi undirlagið áður verið bæsað eða lakkað er mælt með að gera prufu á litlum fleti til að tryggja að viðloðun, áferð og útkoma sé í samræmi við væntingar.

Athugid

ATH. Þegar panilborð og líkir hlutir eru málaðir má búast við, að með tímanum komi í ljós ómálaður viður. Ástæðan fyrir þessu er að viðurinn dregst saman og þenst út við hita- og rakabreytingar, t.d. á veturna þegar loftraki er lítill.

Tæknilegar upplýsingar

Vara
Hálfþekjandi viðarvörn
Gljái
3,Matt
Þéttleiki (kg / lítra)
1,18
Massa %
40
Rúmmáls %
29
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) ómeðhöndlaðir fletir inni
16
Min. +10°C
Snertiþurrt
2
Yfirmálun
4
Fullharðnað
28
þynning
Á ekki að þynna
Hreinsun verkfæra
Vatn

Geymsla: Geymist á köldum en frostlausum stað. Gætið þess að umbúðirnar séu vandlega lokaðar.

útgáfa

ágúst 2020