Metal Pro Metalplademaling (Fjölakrýl)

METALPLADE

Vörulýsing

  • Auðvelt í vinnslu.
  • Yfirborðið er hart og tekur ekki upp óhreinindi.

USP/sérstakir eiginleikar

  • Flügger Metalplademaling, Fjölakrýl myndar sérlega veðurþolna filmu sem heldur vel bæði gljáa og lit.

Fyrirkomulag - Notkun

  • Flügger Metalplademaling, Fjölakrýl, er sérstaklega þróuð til að mála verksmiðjumálaðar málmklæðningar, sink-og plastisólhúðað stál og ál.
  • Hentar vel á málmklædda veggi og þök, utanhúss, t.d. á íbúðarhús, iðnaðarbyggingar, vélahús, gripahús, vöruskemmur og þess háttar.
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) óheflaðir fletir úti
8-10
Gljái
30 Hálfmatt

Undirbúningur- fyrir meðferð

Undirlag
Undirlagið þarf að vera hreint, þurrt og traust, laust við óhreinindi, fitu og olíu.

Hreingerning/Þvottur áður en málað er
Lausa málningu skal hreinsa burt, inn í hreinan flöt. Ryð skal fjarlægja með stálburstum, slípun eða sandblæstri. Hreinsa skal með Flügger Metal Pro Cleaner. Fjarlægja skal myglu og sveppi með Flügger Facade Anti-green. Að lokinni hreinsun er mikilvægt að skola ríkulega með hreinu vatni.

Grunnun

Gljúpt yfirborð
Grunna skal ómeðhöndlaða og bera málmfleti. Þar sem sést í bert járn og á bert sink skal grunna með Hempel's Uni Primer 1314.
Blæðing

Borið á - meðhöndlun

Málun
Málið ekki í mikilli sól. Berið á 2 umferðir af grunni og 2 af yfirmálningu til að ná sem bestum árangri.

Ráðlögð verkfæri
Berið á með pensli, rúllu eða sprautu.

Notkunarhitastig
Minnst: +5°C bæði við málun og þornun/hörðnun. Hámarksrakastig: 80%

Eftir meðhöndlun

Þurrktími við 20°C, 60% RF

Rykfrítt:
1 tími
Yfirmálun:
4 til 6 tímar
Fullharðnað:
Fleiri sólarhringa

Geymsla
Þétt lokað, á köldum stað, má ekki frjósa.

Hreinsun verkfæra
Vatn. Á ekki að þynna.

Viðhald (þvottheldni, regluleg hreingerning)

  • Hreinsa skal, eftir þörfum, með Fluren 37, fjölhreinsi eða Flügger Facade Anti-green.
  • Fylgist grannt með málningunni með tilliti til ryðmyndunar. Ef þurfa þykir skal hreinsa, slípa, grunna og mála aftur.

Góð ráð

  • Mikilvægt er að halda sig við uppgefna þornunartíma til að ná sem bestum árangri.
  • Vinnið vandlega við hreinsun og slípun. Til að dæma hvort málningin nái nógu góðri viðloðun skal prufumála smá flöt á viðkomandi undirlagi
  • Við framkvæmdir skal sannreyna að borið sé rétt magn á flötinn til að ráðlögð lagþykkt náist en það er nauðsynlegt til að hámarka tæringarvörn.

Tæknilegar upplýsingar

Vöruflokkur
Lit-og gljáheldið akrýllakk
Massa %
51
Rúmmáls %
38