Flügger Linoliekit

LINOLIEKIT

Vörulýsing

  • Flügger línolíukítti er olíukítti sem notað er með hefðbundinni alkýðolíu- og línolíumálningu, en einnig með vatnsþynntri málningu og viðarvörn til dæmis Flügger Vinduesmaling og Flügger Wood Tex, þekjandi viðarvörn.
  • Þægilegt í vinnslu.
  • Verður mjög hart með árunum.

USP/sérstakir eiginleikar

  • Olíukítti sem verður mjög hart með tímanum

Fyrirkomulag - Notkun

  • Notist í hverskyns kíttisfyllingar, svo sem við ísetningu á gleri og viðgerðir á gömlum gluggum.

Undirbúningur- fyrir meðferð

Undirlag
Undirlagið þarf að vera hreint, rykfrítt og þurrt.

Grunnun

Gljúpt yfirborð
T.d. með Flügger 90 Classic.
Blæðing

Borið á - meðhöndlun

Málun
Ending línolíukíttis er mjög háð því hve kíttið heldur vel olíunni. Tryggja verður að flöturinn sé ekki gljúpur. Það þarf að yfirmála, 2-4 vikur eftir að kíttað er. Mála skal 1-2 mm inn á glerið.

Ráðlögð verkfæri
Berið á með kíttishníf eða spaða.

Notkunarhitastig
Minnst + 5°C

Eftir meðhöndlun

Þurrktími við 20°C, 60% RF

Rykfrítt:
24 tímar
Yfirmálun:
4 til 7 dagar
Fullharðnað:
Fleiri sólarhringa

Hreinsun verkfæra
Mínerölsk terpentína

Góð ráð

  • Ef kíttað er innanhúss þarf að sjá um að lofti vel um kíttið til að koma í veg fyrir að yfirborðið hrukkist þegar glugginn er settur út.
  • Myndar skán eftir ca. 1 viku og fullharðnar á einu ári.

Tæknilegar upplýsingar

Vöruflokkur
Linolíukítti