Interior High Finish 5

Interior High Finish 5

Flügger Interior eru vatnsleysanlegar vörur til lokameðhöndlunar á viði og málmi innanhúss. Vörurnar eru einfaldar í notkun og ljá yfirborðinu fallega lakkáferð.

Vörulýsing

Akrýlmálning fyrir milli- og lokameðhöndlun með þunnri, mjúkri áferð og góðri samfellu. Mælt með fyrir efnivið sem þarf að þola fagurfræðileg og miðlungs hagnýtur kröfur.
  • Góðri samfellu
  • Milli- og lokameðhöndlun
  • Mött yfirborð

Myndtákn

Interior High Finish 5 - Hvítur - 10 L
EAN13: 5701573765185
  • Miljømærket se/044/002
Interior High Finish 5 - Hvítur - 3 L
EAN13: 5701573765192
  • Miljømærket se/044/002
Interior High Finish 5 - Hvítur - 0,75 L
EAN13: 5701573765215
  • Miljømærket se/044/002
Interior High Finish 5 - Base 3 - 2,8 L
EAN13: 5701573765239
  • Miljømærket se/044/002
Interior High Finish 5 - Base 3 - 0,7 L
EAN13: 5701573765246
  • Miljømærket se/044/002
Interior High Finish 5 - Base 4 - 0,7 L
EAN13: 5701573794949
  • Miljømærket se/044/002

Fyrirkomulag - Notkun

Fyrir viðarloft og viðarþiljur, eða til notkunar sem millimálning fyrir meðhöndlaðan við og ryðvarið járn og málm.

Undirlag

Verður að vera hreint, þurrt, þétt og henta til yfirborðsmeðhöndlun.

Meðhöndlun

Efni sem loðir laust við og umframmálning eru fjarlægð með pússun og hreinsun.
Óhreinindi, bletti, fitu og smitandi efni skal fjarlægja með Fluren 37.
Vatnsleysanlega mislitun, nikótínbletti og sót skal þrífa af með Fluren 49 og meðhöndla með Iso Primer.
Hart, gljáandi undirlag er slípað matt og grunnmálað eftir þörfum með Fix Primer.
Sprungur, ójöfnur og göt þarf að spartla.
Nýjan eða óvarinn, strípaðan við skal grunnmála með Stop Primer.
Berið 1–2 umferðir á. Sumir litatónar krefjast fleiri umferða.

Borið á - meðhöndlun

Borið á með pensli, rúllu eða sprautu
Val á verkfærum ætti að ráðast af kröfum um endanlegt útlit
Notið „blautt á blautt“-aðferð við málunina og strjúkið penslinum ævinlega í sömu átt
Notið alltaf efni með sama lotunúmeri fyrir samliggjandi eða órofna yfirborðsfleti
Endanleg útkoma getur verið lítillega mismunandi, eftir gerð og byggingu yfirborðsefna
Kuldi eða hiti getur haft áhrif á seigju efnisins
Hitastig efnis þegar því er sprautað á verður að vera minnst 12 °C
Rakauppsöfnun má ekki eiga sér stað á meðan efnið þornar/harðnar
Kuldi og aukinn loftraki lengir þornunartímann, herðingartímann og tímann sem líður milli umferða
Hærri lofthiti og lítill loftraki stytta þornunartímann og herðingartímann
Gerið ævinlega prufu til að kanna viðloðun og endanlegt útlit

Umhverfisupplýsingar texti á merkimiða

Fjarlægið sem mesta málningu af verkfærunum og þrífið þau svo með vatni. Hellið ekki leifum af fljótandi málningu í niðurföll heldur farið með leifarnar á næstu endurvinnslustöð. Lágmarkið leifar og sorp eftir málun með því að reikna út nauðsynlegt magn áður en verkið hefst. Geymið umframmálningu með réttum hætti til að hægt sé að nota leifar síðar og lágmarka þannig umhverfisáhrif.

Geymsla: Geymist vel lokað á svölum og frostlausum stað

Öryggisbúnaður: Úðun: Samfestingur, algríma með samsettri síu. Penslun/rúllun: Hlífðargleraugu og hanskar. Pússun: Búnaður til verndar öndunarfærum.

Tæknilegar upplýsingar

Vara
Akrýllakk
Gljái
5,Matt
Þéttleiki (kg / lítra)
1.38
Massa %
55
Rúmmáls %
38
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) ómeðhöndlaðir fletir inni
8
Raki
Hám. loftraki 80% RH.
Snertiþurrt
1
Yfirmálun
8
Fullharðnað
28
Losun samkvæmt ISO 16000-9: 2011
18 (<µg / m² klst. Eftir 28 daga)
þynning
Með vatni. Ekki skal þynna efnið við sprautun.
Hreinsun verkfæra
Vatn
Viðbótar upplýsingar
Skrád i gagnagrunn fyrir vistvænar byggingarvörur á Nordurlöndunum (Nordic Ecolabelling Building Products Database), sem er skrá yfir vörur sem er heimilt ad nota vid Svansmerkt byggingarverkefni.

Núverandi TDS útgáfa

október 2020


Í staðinn fyrir TDS útgáfu

september 2019