Flugger Interior Stop Primer

INT STOP

Vörulýsing

  • Vatnsþynnt, einangrandi grunnmálning, innanhúss.
  • Flügger Interior Stop Primer hefur framúrskarandi einangrunarhæfni jafnt gegn mislitunum og kvistasmiti.

USP/sérstakir eiginleikar

  • Hámarkseinangrun gegn viðarblæðingum
  • Gott útrennsli
  • Má yfirmála í völdum gljáa og lit

Fyrirkomulag - Notkun

  • Er notaður inni á ómeðhöndlað og áður málað tré, þar sem hætta er á að litarefni frá t.d. nikótíni, vatnsflekkjum og viðnum sjálfum misliti málninguna sem á eftir kemur.
  • Hefur gott útrennsli og þegar orðið er þurrt er unnt að yfirmála með vatnsþynntri málningu.
  • Notast einnig, innanhúss, sem einangrandi grunnur á pússningu, gips og áður málaða loft-og veggfleti.
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) ómeðhöndlaðir fletir inni
8-10
Gljái
25 Hálfmatt

Undirbúningur- fyrir meðferð

Undirlag
Undirlagið þarf að vera hreint, þurrt og traust, þannig að það þoli málninguna sem á eftir kemur. Sé um vatnsskaða að ræða þarf að finna orsökina og gera við á viðunnandi hátt. Tréð verður að vera þurrt áður en málað er.

Hreingerning/Þvottur áður en málað er
Hreinsið fletina með Flügger Fluren 37, fjölhreinsi. Þegar um brunatjón er að ræða ráðleggjum við Flügger Fluren 49 Sod og nikotinrens.

Borið á - meðhöndlun

Málun
Best einangrun næst með því að mála tvisvar með Flügger Interior Stop Primer. Einnig er mögulegt að bletta með Wood Sealer til að einangra sem best kvistasmit. Þegar mislitun er mikil t.d.frá tjöruleifum/brunatjóni er ráðlagt að prófa virknina á litlum fleti.

Ráðlögð verkfæri
Berið á með hreinum pensli, rúllu eða sprautu.

Notkunarhitastig
Minnst +10 °C við málun og þornun/hörðnun. Hámarksloftraki 80% RF

Eftir meðhöndlun

Þurrktími við 20°C, 60% RF

Rykfrítt:
30 mínútur
Yfirmálun:
6 tímar
Fullharðnað:
Fleiri sólarhringa

Geymsla
Á köldum stað, frostfrítt og þétt lokað.

Hreinsun verkfæra
Vatn og Metal Pro Cleaner, strax eftir notkun. Má ekki þynna.

Góð ráð

  • Hreinsa skal verkfærin, strax eftir notkun, með þynntum Metal Pro Cleaner og köldu vatni. Pensla má samt ekki leggja í bleyti í Metal Pro Cleaner.
  • Sé sprautað verður sprautubúnaðurinn að vera hreinn og það má ekki nota heitavatnsslöngu. Hreinsið búnaðinn með köldu vatni áður en sprautað er og einnig eftir verlok.

Tæknilegar upplýsingar

Vöruflokkur
Vatnsþynntur einangrunargrunnur
Massa %
50
Rúmmáls %
37