Interior Magnetic Board

INT MAG

Vörulýsing

  • Grunnur með seguláhrif sem gerir þér kleyft að útbúa fallegar upphengitöflur á margs konar flötum.
  • Þegar grunnurinn er orðinn þurr skal mála yfir með málningu sem minnst hefur gljástig 7, og þar með er upphengitaflan komin.

USP/sérstakir eiginleikar

  • Búðu til glæsilega upphengitöflu - þar sem þú óskar
  • Seguláhrif - á margs konar flötum
  • Má nota með töflumálningu. Þannig fæst segulmögnuð tafla sem hægt er að skrifa á

Fyrirkomulag - Notkun

  • Er notaður innanhúss þar sem óskað er eftir upphengitöflu.
  • Hægt að nota á flóka, vef, sagveggfóður, pússningu, steinsteypu gipsplötur, tré og spartlaða fleti, einnig á spóna-og MDFplötur.
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) ómeðhöndlaðir fletir inni
3-6

Undirbúningur- fyrir meðferð

Undirlag
Undirlagið þarf að vera hreint, þurrt og traust.

Hreingerning/Þvottur áður en málað er
Hreinsa má með Fluren 37, fjölhreinsi.

Borið á - meðhöndlun

Málun
Mattslípið slétta fleti. Hrærið vandlega bæðið fyrir og á meðan á notkun stendur. Berið ríkulega á með pensli eða rúllu. Málið tvisvar til þrisvar með segulgrunninum og síðan einu sinni til tvisvar með málningu í völdum lit (að minnsta kosti í gljástigi 7).

Ráðlögð verkfæri
Pensill eða rúlla

Notkunarhitastig
Minnst +10 °C við vinnslu og þornun/hörðnun. Hámarksloftraki 80% RH

Eftir meðhöndlun

Þurrktími við 20°C, 60% RF

Rykfrítt:
1 til 2 tímar
Yfirmálun:
4 tímar
Fullharðnað:
Fleiri sólarhringa

Geymsla
Á köldum stað, frostfrítt og þétt lokað

Hreinsun verkfæra
Vatn og sápa. Má þynna að hámarki 2% með vatni.

Góð ráð

  • Hægt er að mála yfir, einu sinni til tvisvar, með Flügger Interior Blackboard Finish ef óskað er eftir segulmögnuðum fleti sem hægt er að nota sem töflu til að skrifa á.
  • Flügger Magnetic Board má einnig nota á tré. Því meiri þensluhreyfingar í trénu þeim mun hættara er á sprungumyndun. Sé t.d. málað á furu er rétt að prófa á litlum fleti og sjá hvort grunnurinn springur.

Tæknilegar upplýsingar

Vöruflokkur
Vatnsþynntur alkýð
Massa %
80
Rúmmáls %
52