Flügger Interior High Finish 50

INT HI 50

Vörulýsing

 • Akrýllakk sem skilar hörðu, mjög slitsterku yfirborði sem auðvelt er að þrífa, og hefur sérlega glæsilega áferð.
 • Hálfgljáandi, gljástig 50.

USP/sérstakir eiginleikar

 • Sérlega glæsileg, hálfgljáandi áferð
 • Mjög hart og sterkt
 • Yfirborð sem mjög auðvelt er að þrífa

Myndtákn

Ljósir litir og stofn 1 eru merktir með Eco-umhverfismerki.

Geymsla á óopnuðum og opnuðum umbúðum: Geymist vel lokað á svölum og frostlausum stað.
Hlífðarbúnaður: Úðun: Samfestingur, algríma með samsettri síu. Borið á með pensli/ rúllu: Hlífðargleraugu og hanskar. Pússun: Til verndar öndunarfærum.
Umhverfisupplýsingar: Fjarlægið sem mesta málningu af verkfærunum og þrífið þau svo með vatni. Hellið ekki leifum af fljótandi málningu í niðurföll heldur farið með leifarnar á næstu endurvinnslustöð. Lágmarkið leifar og sorp eftir málun með því að reikna út nauðsynlegt magn áður en verkið hefst. Geymið umframmálningu með réttum hætti til að hægt verði að nota það sem af gengur og minnka þannig umhverfisáhrif.

Fyrirkomulag - Notkun

 • Er notað innanhúss á tréverk þar sem óskað eftir hörðu, slitsterku yfirborði með mjög fallegri áferð.
 • T.d. á eldhússkúffur, gluggakarma, þiljur, húsgögn og tæringarvarið járn og málma.
 • Hentar einnig á glugga að innanverðu.
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) ómeðhöndlaðir fletir inni
8-10
Gljái
50 Hálfgljáandi

Undirbúningur- fyrir meðferð

Undirlag
Undirlagið þarf að vera hreint, þurrt og traust.

Hreingerning/Þvottur áður en málað er
Fjarlægið duftsmitandi og lausa málningu. Áður en endurmálað er skal hreinsa með Flügger Fluren 37 fjölhreinsi.

Grunnun

Gljúpt yfirborð
Nýtt eða bert tré skal grunna með Flügger Interior Wood Primer. Sérlega harða og gljáandi fleti skal mattslípa og grunna með Flügger Interior Fix Primer.
Blæðing

Borið á - meðhöndlun

Málun
Fallegasta áferðin fæst með 2 umferðum. Ef notuð er sprauta skal ekki þynna.

Ráðlögð verkfæri
Berið á með pensli, málarapúða, rúllu eða sprautu.

Notkunarhitastig
Minnst +5°C við vinnslu og þornun/hörðnun. Hámarksloftraki 80% RF

Eftir meðhöndlun

Þurrktími við 20°C, 60% RF

Rykfrítt:
1 tími
Yfirmálun:
6 tímar
Fullharðnað:
Fleiri sólarhringa

Geymsla
Á köldum stað, frostfrítt og þétt lokað

Hreinsun verkfæra
Vatn og sápa

Viðhald (þvottheldni, regluleg hreingerning)

 • Slysaskrámur og skemmdir skal bletta með sömu málningu og upphaflega var notuð.

Góð ráð

 • Fyrst eftir að málað hefur verið skal hlífa yfirborðinu til að það skaddist ekki.
 • Þegar panilborð og líkir hlutir eru málaðir má búast við, að með tímanum komi í ljós ómálaður viður. Þessu veldur að viðurinn dregst saman, t.d. á veturna þegar loftrakinn er lítill.

ATH/Takmarkanir

 • Einangrar ekki blæðingar frá vatnsleysanlegurm litum, vatnsblettum og nikótini.
 • Sterkir litir geta litsmitað lítillega í byrjun.

Tæknilegar upplýsingar

Vöruflokkur
Vatnsþynnt akrýllakk
Massa %
48
Rúmmáls %
38