Hörpuskin 10S

Hørpuskin 10S

Vörulýsing

Hörpuskin 10S er sterk veggjamálning sem fyllir og hylur sérlega vel.
  • Gott útrennsli
  • Fyllir og hylur sérlega vel
  • Myndar fallegt, jafnleitt yfirborð

Fyrirkomulag - Notkun

Hentar innanhúss á veggi t.d. í stofnunum, skrifstofum, herbergjum, stofum og göngum, þar sem gerðar eru miklar kröfur um yfirborðsáferð.

Undirlag

Undirlagið verður að vera hreint, þurrt, traust og henta til yfirmálunar.

Meðhöndlun

Laust efni og flagnandi, eldri málningu skal fjarlægja með slípun áður en málað er.
Óhreinindi, ryk, fitu og annað sem getur haft neikvæð áhrif á viðloðun skal hreinsa með Fluren 37.
Vatnsleysanlegar upplitanir, nikótín og sót skal hreinsa með Fluren 49 og grunna svo með Interior Stop Primer.
Mattslípa skal gljáandi fleti með eldri málningu, og í einhverjum tilvikum getur verið gott að grunna með Interior Fix Primer.
Spartla þarf í sprungur, ójöfnur og göt.
Grunnið ídrægt undirlag með Forankringsgrund.
Grunnið aðra fleti með viðeigandi grunni eftir atvikum. T.d með Special grunni eða Múr og gipsgrunni.
Berið á 1-2 umferðir.
Litir þekja misvel og því má búast við að einhverjir litir kalli á fleiri umferðir til að ná fram fullri þekju.

Borið á - meðhöndlun

Notið pensil, rúllu eða sprautu.
Val á verkfærum ætti að ráðast af kröfu um lokaáferð. Mismunur á yfirborði getur orsakað litafrávik. Notið alltaf efni með sama lotunúmeri fyrir samliggjandi eða órofna yfirborðsfleti.
Notið „blautt á blautt“-aðferð við málunina og strjúkið penslinum/rúllunni að endingu í sömu átt.
Kuldi eða hiti getur haft áhrif á seigju efnisins.
Forðast verður alla rakaþéttingu meðan efnið þornar / harðnar.
Kuldi og aukinn loftraki lengir þurrktíma efnisins, tímann sem þarf að líða á milli umferða og tímann sem efnið tekur að ná fullri hörðnun.
Hár lofthiti og lítill loftraki stytta þurrktíma efnisins, tímann sem þarf að líða á milli umferða og tímann sem efnið tekur að ná fullri hörðnun.
Gerið prufu til að kanna viðloðun og tryggja að útkoman sé í samræmi við væntingar.

Umhverfisupplýsingar texti á merkimiða

Hlífðarbúnaður fyrir: Úðun: Samfestingur, gríma með síu, hlífðargleraugu og hanskar. Penslun/rúllun: Hlífðargleraugu og hanskar. Pússun: Búnaður til verndar öndunarfærum.
Umhverfisupplýsingar: Fjarlægið sem mesta málningu af verkfærunum og þrífið þau svo með vatni. Hellið ekki málningarafgöngum í niðurföll heldur farið með á næstu endurvinnslustöð. Haldið sóun í lágmarki með því að reikna út nauðsynlegt magn áður en verkið hefst. Geymið umfram málningu með réttum hætti til að hægt sé að nota síðar og lágmarka þannig umhverfisáhrif.

Geymsla: Geymist á köldum en frostlausum stað. Gætið þess að umbúðirnar séu vandlega lokaðar.

Tæknilegar upplýsingar

Vara
Akrýlmálning
Þurrefnisinnihald Massa %
0
Þurrefnisinnihald Rúmmáls %
0
Raki
Hámarks loftraki 80% RH.
þynning
Vatn, er venjulega ekki þynnt
Hreinsun verkfæra
Vatn og sápa

Núverandi TDS útgáfa

september 2016


Í staðinn fyrir TDS útgáfu

janúar 2013