H2O Seal Pro

H2O Seal Pro

Flügger Seal er teygjanlegt þéttiefni til að þétta og fylla sprungur, samskeyti og horn.

Vörulýsing

Akrýl þéttiefni með sveppaeyði, innandyra. Málanlegt með sérstaklega mikla viðloðun og teygjanleika. Kemur í veg fyrir myglu og mygluvöxt.
  • Teygjanlegt
  • Kemur í veg fyrir myglu og mygluvöxt
  • Góð viðloðun

Fyrirkomulag - Notkun

Notað til að þétta samskeyti milli lofts, veggja, ramma, hurða og klæðningar á flestöll byggingarefni og málaða fleti í rökum herbergjum.
Þéttiefnið ætti að vera af þeirri stærð að hreyfing þéttiefnisins sé minni en +/- 10%.

Undirlag

Verður að vera hreint, þurrt, traust og henta til yfirborðsmeðhöndlunar.

Meðhöndlun

Fjarlægið laust efni og málningu með því að hreinsa og pússa.
Fjarlægið óhreinindi, gróv, feiti og kalkefni með því að hreinsa með Fluren 37.
Grunnið nýjan eða beran, hreinsaðan við með Stop Primer.
Hægt er að grunna íseygt og gljúpt undirlag með Primer grunni.
Notið rétt magn og stærð af samskeytaþéttiefni, dýpt samskeytis = ½ breidd samskeytis.
Best er að meðhöndla mjóar sprungur og samskeyti líkt og geirnegld samskeyti.

Borið á - meðhöndlun

Kíttibyssa.
Skerið af fremsta hluta kíttihylkisins.
Skerið opið í horn með tilliti til breiddar samskeyta.
Einfalt í meðhöndlun, þrýst á réttan stað og sléttað með því að nota þéttiskúf eða töng og vatn áður en samskeytin ná að húðast.
Veldu verkfæri eftir breidd samskeytanna.
Fjarlægið umfram þéttiefni með viðeigandi tólum.
Notið einangrunarlímband ef þörf krefur og fjarlægið strax eftir ásetningu.
Kuldi/hiti getur haft áhrif á seigju efnisins.
Forðist rakaþéttingu.
Kuldi og aukið rakastig lengir þurrktíma, fulla hörðnun og tíma á milli yfirmálunar.
Aukið hitastig og lágur loftraki dregur úr þurrktíma og fullri hörðnun.
Ávallt skal framkvæma prófunarmeðhöndlun til að athuga og samþykkja viðloðun og útkomu.

Athugid

Samskeyti < 5 mm eða > 20 mm ná ekki hámarks hreyfingu samskeyta.

Umhverfisupplýsingar texti á merkimiða

Fjarlægið sem mesta þéttiefni af verkfærunum og þrífið þau svo með vatni. Hellið ekki leifum af fljótandi þéttiefni í niðurföll heldur farið með leifarnar á næstu endurvinnslustöð. Lágmarkið leifar og sorp eftir málun með því að reikna út nauðsynlegt magn áður en verkið hefst. Geymið umframmálningu með réttum hætti til að hægt sé að nota leifar síðar og lágmarka þannig umhverfisáhrif.

Geymsla: Á svölum, frostlausum stað og vel lokað

Öryggisbúnaður: Penslun/rúllun: Hlífðargleraugu og hanskar. Pússun: Búnaður til verndar öndunarfærum.

Tæknilegar upplýsingar

Vara
Spartl og kítti
Þéttleiki (kg / lítra)
1.6
Þurrefnisinnihald Massa %
0
Þurrefnisinnihald Rúmmáls %
85
Hitastigsþol min. (°C)
Max. +70°C
Hitastigsþol min. (°C)
Min. -30°C
Raki
Hámarks loftraki 80% RH.
Snertiþurrt
1
Tími á milli umferða
24
Fullharðnað
8
Hreyfing samskeyta (%)
10
Harka (Mohs)
47 shore A
Breidd samskeyta (mm)
5
Lágm. Breidd samskeyta (mm)
5
Max. Breidd samskeyta (mm)
20
Hreinsun verkfæra
Fjarlægið óharðnað þéttiefni með vatn. Fjarlægið harðnað þéttiefni með vélarafli.
Viðbótar upplýsingar
Uppfyllir kröfur um CE-merkingu, sbr. EN 15651-1, F INT. Geymsluþol: 24 mánuðir í óopnuðum umbúðum.

Núverandi TDS útgáfa

febrúar 2021


Í staðinn fyrir TDS útgáfu

október 2020