Forankringsgrund

FORANK_DR

Vörulýsing

  • Flügger míkrógrunnur, dropafrír, er byggður á akrýlbindiefni með sérlega góða vætingu.
  • Grunnurinn er bláleitur, en verður litlaus þegar hann þornar.
  • Er lútþolinn og hefur góða viðloðun á duftsmitandi og gljúpum fleti.

USP/sérstakir eiginleikar

  • Dropafrír míkrógrunnur til notkunar innanhúss

Myndtákn

Flügger Forankringsgrunder, drypfri er merktur með EU-blóminu.

Geymsla á óopnuðum og opnuðum umbúðum: Geymist vel lokað á svölum og frostlausum stað.
Hlífðarbúnaður: Úðun: Samfestingur, algríma með samsettri síu. Borið á með pensli/ rúllu: Hlífðargleraugu og hanskar. Pússun: Til verndar öndunarfærum.
Umhverfisupplýsingar: Fjarlægið sem mesta málningu af verkfærunum og þrífið þau svo með vatni. Hellið ekki leifum af fljótandi málningu í niðurföll heldur farið með leifarnar á næstu endurvinnslustöð. Lágmarkið leifar og sorp eftir málun með því að reikna út nauðsynlegt magn áður en verkið hefst. Geymið umframmálningu með réttum hætti til að hægt verði að nota það sem af gengur og minnka þannig umhverfisáhrif.

Fyrirkomulag - Notkun

  • Er notaður innanhúss til að grunna margskonar byggingarefni t.d. gipsplötur, léttsteypu, kalksandstein, tígulsteina, steyputrefjaplötur, pússningu, stein og spartl.
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) ómeðhöndlaðir fletir inni
3-7

Undirbúningur- fyrir meðferð

Undirlag
Undirlagið þarf að vera hreint, þurrt, traust og henta til málunar.

Hreingerning/Þvottur áður en málað er
Hreinsa þarf sérstaklega mjög duftsmitandi yfirborð.

Borið á - meðhöndlun

Málun
Bera skal jafnt á með kústi eða rúllu. Flöturinn má ekki vera gljáandi þegar hann þornar.

Ráðlögð verkfæri
Kústur eða rúlla

Notkunarhitastig
Minnst +5°C við vinnslu og þornun/hörðnun. Hámarksloftraki 80% RF

Eftir meðhöndlun

Þurrktími við 20°C, 60% RF

Rykfrítt:
1 tími
Yfirmálun:
1 tími/ 3 tímar
Fullharðnað:
Fleiri sólarhringa

Hreinsun verkfæra
Vatn

Góð ráð

  • Venjulega er grunnurinn notaður óþynntur, en þegar hann er borinn á gljúpa fleti, t.d. nýja pússningu, áður en veggfóðrað er, er hann þynntur með vatni 1:1, og má bera á með garðsprautu.
  • Þegar gamalt veggfóður (og veggklæðningar) er hreinsað burt og nýtt sett upp getur grunnurinn ásamt gömlum límleifum leitt til þess að flöturinn verði "ofgrunnaður". Hérna hentar oft að nota Flügger Combigrund í staðinn. Sé ofgrunnað lengist þornunartíminn og einnig er hætta á að málningin sem á eftir kemur hafi lélega viðloðun.

Tæknilegar upplýsingar

Vöruflokkur
Akrýlgrunnur
Massa %
13
Rúmmáls %
11