Floor Varnish gloss

Floor Varnish gloss

.Flügger Gulvlak er vatnþynnanlegt, glært PU lakk fyrir viðargólf. Lakkið skilar hörðu og sérlega slitsterku yfirborði sem er auðvelt að þrífa.

Vörulýsing

Glansandi, glært, vatnsþynnanlegt PU gólflakk sem gulnar ekki. Mjög hart og slitþolið lakk sem ver gólfið og gefur því frísklegt útlit.
  • Slitsterkt
  • Fyllir vel
  • Rispuþolið

Fyrirkomulag - Notkun

Hentar vel í íbúðarhúsnæði eða rými með sambærilega umgengni og álag. Hentar á nánast allar viðartegundir, t.d. furu, eik, ask, beyki,birki,Oregon-furu og kork. Undirlagið þarf að vera grunnað eða áður lakkað.

Undirlag

Undirlagið þarf að vera hreint, þurrt, þétt og henta til yfirmálunar.

Meðhöndlun

Laust efni og flagnandi, eldri málningu og lakk skal fjarlægja með slípun áður en lakkað er.
Óhreinindi, ryk, fitu og annað sem getur haft neikvæð áhrif á viðloðun skal hreinsa með Flügger Natural Wood Cleaner eða Fluren 37.
Grunnið ómeðhöndluð viðargólf með Flügger Floor Primer.
Mattslípa skal gljáandi fleti með eldri lakkfilmu, en forðist að slípa alla leið í gegn.
Ryksugið og þurrkið yfir með stífum klút.
Hámarks slitstyrkur næst með því að lakka 2 eða fleiri umferðir.

Borið á - meðhöndlun

Notið pensil eða rúllu.
Val á verkfærum ætti að ráðast af kröfu um lokaáferð. Mismunur á yfirborði getur orsakað litafrávik. Notið alltaf efni með sama lotunúmeri fyrir samliggjandi eða órofna yfirborðsfleti.
Notið „blautt á blautt“-aðferð við lökkunina og strjúkið penslinum/rúllunni langsum eftir hverju borði. Forðist skörun og pollamyndun.
Kuldi eða hiti getur haft áhrif á seigju efnisins. Hrærið/hristið vel fyrir og á meðan notkun stendur.
Forðast verður alla rakaþéttingu meðan efnið þornar / harðnar.
Kuldi og aukinn loftraki lengir þurrktíma efnisins, tímann sem þarf að líða á milli umferða og tímann sem efnið tekur að ná fullri hörðnun.
Hár lofthiti og lítill loftraki stytta þurrktíma efnisins, tímann sem þarf að líða á milli umferða og tímann sem efnið tekur að ná fullri hörðnun.
Gætið þess að rakastig í trégólfum sé jafnt áður en þau eru meðhöndluð. Gerið prufu til að kanna viðloðun og tryggja að útkoman sé í samræmi við væntingar.

Athugid

Til að árangurinn verði sem best er á kosið skal tryggja að umhverfið sé vel rykhreinsað áður en lakkað er.

Umhverfisupplýsingar texti á merkimiða

Fjarlægið sem mesta málningu af verkfærunum og þrífið þau svo með vatni. Hellið ekki leifum af fljótandi málningu í niðurföll heldur farið með leifarnar á næstu endurvinnslustöð. Lágmarkið leifar og sorp eftir málun með því að reikna út nauðsynlegt magn áður en verkið hefst. Geymið umframmálningu með réttum hætti til að hægt sé að nota leifar síðar og lágmarka þannig umhverfisáhrif.

Geymsla: Á svölum, frostlausum stað og vel lokað

Öryggisbúnaður: Penslun/rúllun: Hlífðargleraugu og hanskar. Pússun: Búnaður til verndar öndunarfærum.

Tæknilegar upplýsingar

Vara
Lakk
Gljái
80, Gljáandi
Þéttleiki (kg / lítra)
1.03
Þurrefnisinnihald Massa %
0
Þurrefnisinnihald Rúmmáls %
0
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) ómeðhöndlaðir fletir inni
10
Raki
Hám. loftraki 80% RH.
Snertiþurrt
1
Tími á milli umferða
3
Fullharðnað
28
þynning
Á ekki að þynna. Má ekki lita.
Hreinsun verkfæra
Vatn
Viðbótar upplýsingar
Skrád i gagnagrunn fyrir vistvænar byggingarvörur á Nordurlöndunum (Nordic Ecolabelling Building Products Database), sem er skrá yfir vörur sem er heimilt ad nota vid Svansmerkt byggingarverkefni.

Núverandi TDS útgáfa

júní 2021


Í staðinn fyrir TDS útgáfu

janúar 2021