Flügger Flutex 10

FLUTEX 10

Vörulýsing

 • Mött akrýlmálning með fallegri áferð og mildum gljáa.
 • Er auðveld í notkun og við endurmálun og skilar slitsterku yfirborði sem auðvelt er að þrífa.
 • Þolir bletthreinsun.

USP/sérstakir eiginleikar

 • Sterkt yfirborð sem hrindir frá óhreinindum
 • Þægileg og fljótleg í notkun
 • Drjúg í notkun og hylur ótrúlega vel

Myndtákn

Flügger Flutex 10 er merkt með EU-blóminu.

Geymsla á óopnuðum og opnuðum umbúðum: Geymist vel lokað á svölum og frostlausum stað.
Hlífðarbúnaður: Úðun: Samfestingur, algríma með samsettri síu. Borið á með pensli/ rúllu: Hlífðargleraugu og hanskar. Pússun: Til verndar öndunarfærum.
Umhverfisupplýsingar: Fjarlægið sem mesta málningu af verkfærunum og þrífið þau svo með vatni. Hellið ekki leifum af fljótandi málningu í niðurföll heldur farið með leifarnar á næstu endurvinnslustöð. Lágmarkið leifar og sorp eftir málun með því að reikna út nauðsynlegt magn áður en verkið hefst. Geymið umframmálningu með réttum hætti til að hægt verði að nota það sem af gengur og minnka þannig umhverfisáhrif.

Fyrirkomulag - Notkun

 • Er notuð innanhúss á loft og veggi
 • Hentar vel til notkunar á stofnunum, skrifstofum og íveru-herbergjum.
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) ómeðhöndlaðir fletir inni
8-10
Gljái
10 Matt

Undirbúningur- fyrir meðferð

Undirlag
Undirlagið á að vera hreint, þurrt og traust.

Hreingerning/Þvottur áður en málað er
Áður en málað er skal þrífa með Fluren 37 fjölhreinsi.

Grunnun

Gljúpt yfirborð
Duftsmitandi og gljúpa fleti inni skal grunna með Flügger míkrógrunni. Sé hætta á blæðingum frá vatnsleysanlegum litarefnum, vatnsflekkjum eða nikótíni skal grunna með Interior Stop Primer.
Blæðing

Borið á - meðhöndlun

Málun
Berið á einu sinni til tvisvar

Ráðlögð verkfæri
Pensill, rúlla eða sprauta

Notkunarhitastig
Minnst +5°C við vinnslu og þornun/hörðnun. Hámarksloftraki 80% RF

Eftir meðhöndlun

Þurrktími við 20°C, 60% RF

Rykfrítt:
1 tími
Yfirmálun:
2 tímar
Fullharðnað:
Fleiri sólarhringa

Geymsla
Á köldum stað, frostfrítt og þétt lokað

Hreinsun verkfæra
Vatn og sápa

Góð ráð

 • Hægt að þynna allt að 10% með vatni. Fer eftir undirlagi, verklagi og hitastigi.
 • Eigi að veggfóðra flöt sem áður var málaður með Flutex 10 skal fyrst grunna með Combi Grund til að forðast að veggfóðrið kiprist á samskeytum.

ATH/Takmarkanir

 • Flutex 10 í litum hefur ögn hærri gljáa en hvítt og getur í byrjun smitað lit vegna aukamagns litarefna.
 • Einangrar ekki blæðingar frá vatnsleysanlegum litarefnum, vatnsflekkjum og nikótíni.

Tæknilegar upplýsingar

Vöruflokkur
Akrýlmálning
Massa %
59
Rúmmáls %
44

22-11-2017