Fluren 39 Desinfection

Fluren 39 Desinfection

Vörulýsing

Hreinsiþykkni til að nota innanhúss. Efnið fjarlægir bakteríu og myglusvepp í rakamiklum rýmum sem og í kælitækjum. Einnig hægt að nota til að ná slæmri lykt úr fatnaði.
  • Virkar gegn myglusvepp og bakteríum
  • Fjarlægir slæma lykt úr fatnaði
  • Virkar vel á rafmögnun í fatnaði

Fyrirkomulag - Notkun

Í kjöllurum og öðrum rökum rýmum.
Í eldhúsinu getur efnið nýst á ísskaápa, frystikistur, eldavélar, hnífa og vinnuborð.
Á baðherberginu er efnið t.d. hentugt fyrir vaskinn, baðkarið og sturtuhausinn.
Einnig er hægt að leggja sturtuhengið í bleyti.
Fatnað og skó sem lykta illa má leggja í bleyti.
Efnið getur einnig nýst til að hreingera ýmislegt sem snýr að dýrahaldi, t.d. hunda- katta- og fuglabúr og matarílát fyrir gæludýr.

Meðhöndlun

Hreingerið flötinn með vatni og hreinsiefni.
Blandið efnið með vatni í hlutföllunum 1:4 (líter af Fluren 39 út í 4 lítra af vatni). Berið á með klút, svampi eða bursta og leyfið efninu að vinna í 5 mínútur áður en þurrkað er yfir með undinni tusku eða klút. Ef leggja á fatnað eða skó í bleyti þá skal leyfa að liggja í ca. 30 mínútur og skola svo á eftir með hreinu vatni. Að því loknu skal setja fötin eða skóna í þvottavél og þvo eins og venja er.

ábendingar

Þegar lagt er í bleyti eda efnið borið á fleti sem komast í beina snertingu við matvæli skal ævinlega skola vel á eftir með hreinu vatni.
Fluren 39 bleikir ekki litheld textílefni.
Ef þú ert í vafa um hvort efnið sem á að hreinsa er lithelt er gott að gera prufu á lítið áberandi stað.

Geymsla: Geymist á köldum en frostlausum stað.

Tæknilegar upplýsingar

Vara
Hreinsiefni
Þéttleiki (kg / lítra)
1,0
Þurrefnisinnihald Massa %
0
Þurrefnisinnihald Rúmmáls %
0
pH gildi
8
Hreinsun verkfæra
Vatn

Núverandi TDS útgáfa

júní 2020