Wood Oil

Wood Oil

Flügger Wood Oil viðarolía er vörulína sem samanstendur af ýmiss konar vörum til olíumeðhöndlunar á við utanhúss. Olían ver yfirborð viðarins, en dregur um leið fram byggingu viðarins og æðamynstur.

Vörulýsing

Vatnsþynnt viðarolía sem hrindir frá sér vatni. Viðarolía með litarefni veitir bestu vörnina gegn skaðlegum útfjólubláum geislum frá sólinni. Hamlar vexti myglu og sveppagrodurs a yfirbordi lokaumferdar.
  • Gerir byggingu viðarins og æðamynstur sýnilegri
  • Vatnsfráhrindandi yfirborð
  • Vatnsþynnt viðarolía

Fyrirkomulag - Notkun

Fyrir viðarpalla og -girðingar og garðhúsgögn.
Ljósar viðartegundir, gagnvarinn viður.

Undirlag

Undirlagið þarf að vera ídrægt, hreint, þurrt, þétt og henta til yfirmálunar.
Efnið má ekki nota á undirlag sem hefur verið lakkað, málað eða meðhöndlað með þekjandi viðarvörn.
Forðast ætti þverskorinn við með ófullnægjandi vernd, vatnsgildrur eða mögulega uppsöfnun vatns.
Rakahlutfall í viði fyrir málun má að hámarki vera: 18 %.

Meðhöndlun

Flagnandi eldri viðarvörn og trosnaðar viðartrefjar er fjarlægt með hreinsun og slípun.
Óhreinindi, fita og smitandi efni skal fjarlægja með Flügger Terrasserens.
Þörunga, myglu- og sveppagróður skal fjarlægja með því að hreinsa með Facade Anti-green.
Ójöfnur á yfirborðsfletinum skal pússa þar til flöturinn er sléttur.

Borið á - meðhöndlun

Berið á með pensli eða rúllu og látið smjúga vel inn í viðinn.
Val á verkfærum ætti að ráðast af kröfum um endanlegt útlit.
Notið „blautt á blautt“-aðferð við málunina og strjúkið penslinum ævinlega í sömu átt.
Endurtakið meðhöndlun þar til viðurinn hefur mettast og hefur einsleita áferð, án þess að lakklag hafi myndast. Viðarolía er strokin af.
Forðast verður alla rakaþéttingu.
Forðist að vinna í beinu sólarljósi.
Kuldi og aukinn loftraki lengir þornunartímann, herðingartímann og tímann sem líður milli umferða.
Hærri lofthiti og lítill loftraki stytta þornunartímann og herðingartímann.
Gerið ævinlega prufu til að kanna viðloðun og útlit.

Athugid

Verjið nýlega málað yfirborð gegn óhagstæðu veðri.
Gerið viðeigandi ráðstafanir til að verjast áhrifum raka og rigningu á nýlega málað yfirborð.
Yfirborðið nær hámarksstyrk þegar það er fullharðnað.

Umhverfisupplýsingar texti á merkimiða

Fjarlægið sem mesta málningu af verkfærunum og þrífið þau svo með vatni. Hellið ekki leifum af fljótandi málningu í niðurföll heldur farið með leifarnar á næstu endurvinnslustöð. Lágmarkið leifar og sorp eftir málun með því að reikna út nauðsynlegt magn áður en verkið hefst. Geymið umframmálningu með réttum hætti til að hægt sé að nota leifar síðar og lágmarka þannig umhverfisáhrif.

Geymsla: Á svölum, frostlausum stað og vel lokað

Öryggisbúnaður: Penslun/rúllun: Hlífðargleraugu og hanskar. Pússun: Búnaður til verndar öndunarfærum.

Tæknilegar upplýsingar

Vara
Tréolía
Þéttleiki (kg / lítra)
1.01
Massa %
22
Rúmmáls %
21
Efnisnotkun (m²/ltr. og umferð) ómeðhöndlaðir fletir inni
6
m² / lítra á hverja meðhöndlun á planaðri viði
10
m² / lítra á hverja meðferð með planaðri viði
4
Raki
Hámarks loftraki 80% RH.
Snertiþurrt
6
Tími á milli umferða
24
Fullharðnað
28
þynning
Má ekki þynna
Hreinsun verkfæra
Vatn
Viðbótar upplýsingar
Skrád i gagnagrunn fyrir vistvænar byggingarvörur á Nordurlöndunum (Nordic Ecolabelling Building Products Database), sem er skrá yfir vörur sem er heimilt ad nota vid Svansmerkt byggingarverkefni.

Núverandi TDS útgáfa

janúar 2021


Í staðinn fyrir TDS útgáfu

október 2020